Fræðsluráð

12. fundur 08. júlí 2019 kl. 13:30 - 15:15 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Einar Gauti Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Samkvæmt bókun bæjarstjórnar 4. júní 2019 tekur Þorlákur Axel Jónsson S-lista sæti Heimis Haraldssonar í fræðsluráði.
Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista mætti í forföllum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur.
Einar Gauti Helgason V-lista mætti í forföllum Þuríðar S. Árnadóttur.
Anna Ragna Árnadóttir fulltrúi leikskólastjóra og Sveinn Leó Bogason fulltrúi Félags grunnskólakennara boðuðu forföll.

1.Starfsáætlun fræðsluráðs 2019-2023

Málsnúmer 2019050580Vakta málsnúmer

Endurskoðuð starfsáætlun fræðsluráðs fyrir 2019 og 2020 lögð fram til umfjöllunar.
Áætlunin verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi fræðsluráðs.

2.Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Bréf bárust frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 3. og 20. júní 2019 um eftirfylgni með ytra mati á starfsemi Glerárskóla. Þar er staðfest að umbeðin gögn hafi borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu um framkvæmd umbótaráætlunar skólans fram til júnímánaðar 2019.



Erindi barst frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 3. júní 2019 þar sem óskað er eftir staðfestingu á að umbótum í Brekkuskóla sem áætlaðar voru í kjölfar ytra mats á skólanum árið 2015 sé lokið.

Brekkuskóli sendi umbeðnar upplýsingar 14. júní 2019.

Lagt fram til kynningar.

3.Leiðbeiningar um skólaakstur

Málsnúmer 2019060566Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 21. júní 2019 barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með drögum að leiðbeiningum er varða ökumenn í skólaakstri.

Lagt fram til kynningar.

4.Þriggja mánaða skýrsla - fræðslusvið

Málsnúmer 2018100120Vakta málsnúmer

Yfirlit um stöðu yfirvinnu á fræðslusviði fyrstu sex mánuði ársins 2019 lagt fram til umræðu.
Sviðsstjóra er falið að kanna hvort ekki megi bæta framsetningu gagna um yfirvinnu.

5.Pólska sendiráðið - ósk um möguleika á móðurmálskennslu fyrir tvítyngd börn af pólskum uppruna

Málsnúmer 2019050648Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 27. maí 2019 barst frá pólska sendiráðinu þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær kanni möguleika á áð hefja pólskukennslu í grunnskólum sem annað mál.

Fræðsluráð þakkar fyrir erindið og gerir tillögu um að mótuð verði stefna hjá Akureyrarbæ hvernig standa eigi að vandaðri kennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku.

6.Búnaðarkaup í Árholt

Málsnúmer 2019070162Vakta málsnúmer

Vegna framkvæmda við Árholt er þörf á nýjum búnaði svo leikskólastarf geti hafist í haust.
Áætlunin er að upphæð kr. 6.465.000 og verður millifærð af lið 104 1700 yfir á leikskólann Tröllaborgir.

Fundi slitið - kl. 15:15.