Hlíðarfjall - starfsmannamál

Málsnúmer 2014050114

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 151. fundur - 22.05.2014

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fund ráðsins og kynnti hugmyndir varðandi starfsmannamál.

Íþróttaráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls, forstöðumanni íþróttamála og framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar að vinna málið áfram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Íþróttaráð - 158. fundur - 16.10.2014

Umræður um opnunartíma og starfsmannamál í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð - 159. fundur - 20.11.2014

Umræður um rekstur og starfsemi yfir allt árið.

Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 168. fundur - 21.05.2015

Umræður og kynning á starfsemi og rekstri Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli kynnti starfsemi og rekstur skíðasvæðisins.
Íþróttaráð þakkar kynninguna.

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Umræður um rekstrarform Hlíðarfjalls.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning á úthýsingu rekstrar Hlíðarfjalls.

Íþróttaráð - 195. fundur - 01.09.2016

Farið yfir stöðuna á vinnu við mögulega úthýsingu Hlíðarfjalls. Lögð fram samantekt frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi úthýsingu Hlíðarfjalls. Einnig lagt fram til kynningar yfirlit frá Karli Guðmundssyni um rekstur Hlíðarfjalls 2009-2015.
Íþróttaráð þakkar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar fyrir samantektina.

Íþróttaráð leggur til að skoðaðir verði möguleikar á að fara í úthýsingu á rekstri Hlíðarfjalls til lengri tíma og í samræmi við tillögur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3521. fundur - 08.09.2016

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 1. september 2016:

Farið yfir stöðuna á vinnu við mögulega úthýsingu Hlíðarfjalls. Lögð fram samantekt frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi úthýsingu Hlíðarfjalls. Einnig lagt fram til kynningar yfirlit frá Karli Guðmundssyni um rekstur Hlíðarfjalls 2009-2015.

Íþróttaráð þakkar Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar fyrir samantektina.

Íþróttaráð leggur til að skoðaðir verði möguleikar á að fara í úthýsingu á rekstri Hlíðarfjalls til lengri tíma og í samræmi við tillögur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir með íþróttaráði að skoðaður verði möguleiki á úthýsingu á rekstri Hlíðarfjalls til lengri tíma og felur bæjarstjóra og forstöðumanni íþróttamála að ganga til samstarfs við AFE um frekari útfærslu á grundvelli tillagna þeirra. Tillögu um frekari útfærslu skal skila til bæjarráðs fyrir 17. október nk.

Íþróttaráð - 200. fundur - 17.11.2016

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi úthýsingu Hlíðarfjalls. Unnið er að málinu ásamt Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem meðal annars er unnið að gagnaöflun og samstarfi við ráðgjafa.

Frístundaráð - 2. fundur - 09.02.2017

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarsjóri kynnti upplýsingar frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um framgang verkefnisins varðandi úthýsingu reksturs í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð felur AFE að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur og uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli með það að markmiði að auka aðsókn og efla þjónustu við bæjarbúa, íþróttaiðkendur og ferðamenn. Jafnframt er formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram í samstarfi við AFE.

Bæjarráð - 3555. fundur - 11.05.2017

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar kynnti stöðu málsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt bæjarfulltrúunum Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Baldvini Valdemarssyni.
Bæjarráð þakkar Sigmundi fyrir kynninguna og felur Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar að vinna áfram að málinu.

Frístundaráð - 9. fundur - 08.06.2017

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fund ráðsins og fór yfir rekstur og starfsemi í Hlíðarfjalli á nýliðnum vetri.
Frístundaráð þakkar Guðmundi fyrir greinargóða kynningu.

Bæjarráð - 3562. fundur - 20.07.2017

Lagt fram til kynningar bréf dags. 19. júlí 2017 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar þar sem tilkynnt er að fyrsta áfanga verkefnisins við útvistun Hlíðarfjalls sé lokið. Það er mat Atvinnuþróunarfélagsins að ganga til samninga við hóp sem kallar sig Hlíðarfjall alla leið.

Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri AFE sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur Atvinnuþróunarfélaginu að ganga til samstarfs við hópinn Hlíðarfjall alla leið um stofnun undirbúningsfélags sem mun vinna að undirbúningi og kostnaðargreiningu verkefnisins.

Bæjarráð - 3570. fundur - 12.10.2017

Lögð fram drög að samþykktum og stofnskrá fyrir félagið Hlíðarhrygg ehf sem stofnað yrði til að undirbúa og byggja upp fjölbreytta heilsárs starfsemi í Hlíðarfjalli. Einnig lögð fram samstarfstillaga fyrir Hlíðarfjall - Alla leið - um vinnslu hagkvæmniskönnunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3571. fundur - 19.10.2017

Tekið fyrir að nýju. Meirihluti bæjarráðs frestaði afgreiðslu á síðasta fundi sínum:

Lögð fram drög að samþykktum og stofnskrá fyrir félagið Hlíðarhrygg ehf sem stofnað yrði til að undirbúa og byggja upp fjölbreytta heilsárs starfsemi í Hlíðarfjalli. Einnig lögð fram samstarfstillaga fyrir Hlíðarfjall - Alla leið - um vinnslu hagkvæmniskönnunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar samþykktir og stofnskrá fyrir félagið Hlíðarhrygg ehf.

Bæjarráð samþykkir einnig framlagða samstarfstillögu fyrir Hlíðarfjall - Alla leið.