Íþróttaráð

168. fundur 21. maí 2015 kl. 14:00 - 16:06 Hlíðarfjall
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu þess efnis að taka dagskrárlið númer tvö í útsendri dagskrá á undan dagskrárlið númer eitt og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Umræður og kynning á starfsemi og rekstri Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli kynnti starfsemi og rekstur skíðasvæðisins.
Íþróttaráð þakkar kynninguna.

2.Íþróttaandi

Málsnúmer 2015050033Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 5. maí 2015 frá Guðrúnu Þórsdóttur þar sem segir meðal annars að hætt sé við að íþróttafélög og þjálfarar einblíni um of á árangur en leikinn sem getur þýtt það að þau sem skara fram úr fái betri þjálfun en aðrir. Íþróttir eiga að vera góðar bæði fyrir huga og líkama og þegar börn eiga í hlut á ekki að mismuna þeim vegna getu eða nokkurs annars. Þessu erindi var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs.
Umræður um íþróttastarfsemi á Akureyri.
Íþróttaráð vekur athygli íþróttafélaga á Íþróttastefnu Akureyrarbæjar þar sem meðal annars kemur fram að "leggja skal áherslu á hæfilegt æfingamagn og ekki gera of miklar kröfur til árangurs í keppni of snemma."

Fundi slitið - kl. 16:06.