Íþróttaráð

158. fundur 16. október 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir V-lista mætti í forföllum Guðrúnar Þórsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá málið Hlíðarfjall - starfsemi og starfsmannamál, sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Sigurjón Jónasson Æ-lista mætti kl.

1.Hlíðarfjall - starfsemi og starfsmannamál

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Umræður um opnunartíma og starfsmannamál í Hlíðarfjalli.

2.Rekstrarstyrkir íþróttaráðs til íþróttafélaga 2014

Málsnúmer 2014100111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2014 frá forstöðumanni íþróttamála varðandi rekstrarstyrki til aðildarfélaga ÍBA árið 2014.

Íþróttaráð samþykkir tillögur forstöðumanns íþróttamála og felur honum að vinna málið áfram.

3.Hjólreiðafélag Akureyrar - umsókn um styrk vegna reksturs félagsins

Málsnúmer 2014100085Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá Hjólreiðafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk frá íþróttaráði til ýmissa verkefna á næstu 12 mánuðum

Íþróttaráð fagnar framtaki Hjólreiðafélags Akureyrar en getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

4.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Samkvæmt 5. gr. uppbyggingarsamnings milli Akureyrarbæjar og Nökkva skal félagið skipa 5 manna verkefnislið vegna framkvæmdanna. Í verkefnaliðinu skulu vera þrír fulltrúar frá Nökkva og tveir fulltrúar frá Akureyrarbæ, einn frá framkvæmdadeild og einn frá samfélags- og mannréttindadeild.
Nökkvi hefur nú óskað eftir fulltrúa frá samfélags- og mannréttindadeild í verkefnislið framkvæmdanna.

Íþróttaráð tilnefnir Árna Óðinsson sem fulltrúa samfélags- og mannréttindadeildar í verkefnalið Nökkva.

5.Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015

Málsnúmer 2013010129Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri árið 2015.

 

Fundi slitið - kl. 16:00.