Bæjarráð

3571. fundur 19. október 2017 kl. 08:15 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 121 - stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2017090169Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir kostnaðarstöð 121 og starfsáætlanir fyrir fjársýslusvið og stjórnsýslusvið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju. Meirihluti bæjarráðs frestaði afgreiðslu á síðasta fundi sínum:

Lögð fram drög að samþykktum og stofnskrá fyrir félagið Hlíðarhrygg ehf sem stofnað yrði til að undirbúa og byggja upp fjölbreytta heilsárs starfsemi í Hlíðarfjalli. Einnig lögð fram samstarfstillaga fyrir Hlíðarfjall - Alla leið - um vinnslu hagkvæmniskönnunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar samþykktir og stofnskrá fyrir félagið Hlíðarhrygg ehf.

Bæjarráð samþykkir einnig framlagða samstarfstillögu fyrir Hlíðarfjall - Alla leið.

4.Útboð - yfirlit

Málsnúmer 2017100204Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fyrirhuguð útboð á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Karl Guðmundsson verkefnastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Dómur Hæstaréttar í máli nr. 634/2016

Málsnúmer 2015030064Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar nr. 634/2016 SS Byggir ehf og Hálönd ehf gegn Akureyrarkaupstað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

6.Íbúakort

Málsnúmer 2017090124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar álit bæjarlögmanns vegna íbúakorta.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Félagi eldri borgara á Akureyri - erindi varðandi hugmyndir Búfesta hsf

Málsnúmer 2017090332Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. september 2017 frá Hauki Halldórssyni f.h. Félags eldri borgara á Akureyri þar sem félagið lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Búfesta hsf um íbúðabyggingar á Akureyri sem þau telja að muni verða til hagsbóta fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Félagið hvetur Akureyrarbæ til að vinna markvisst að því að þessar hugmyndir verði að veruleika.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2016100117Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. október 2017.
Bæjarráð vísar 1. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 2. lið til bæjarstjóra, 3., 4. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

9.Eyþing - fundargerð

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 299. fundar stjórnar Eyþings dagsett 27. september 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir
Fylgiskjöl:

10.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir

Málsnúmer 2017010129Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 70. og 71. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsettar 6. febrúar og 3. október 2017.

Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið í fundargerð 70. fundar til skipulagssviðs og 2. og 3. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð vísar fundargerð 71. fundar til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

11.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 102. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 19. september 2017.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1., 2., 4., 5. og 6. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs 3. og 7. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

12.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 112. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 11. október 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 2. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 1., 3., 4., 5. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 11:50.