Bæjarráð

3570. fundur 12. október 2017 kl. 08:15 - 12:07 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Edward Hákon Huijbens
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - úttekt á rekstri

2016030150

Kynnt staða á úttekt á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.

Á fundinn mættu Magnús Kristjánsson frá KPMG, Halldór S. Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Halldór Gunnarsson stjórnarmaður í öldungaráði og Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs. Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Umhverfis- og mannvirkjasvið - sameiningarferli

2017010126

1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 27. september 2017:

Umfjöllun um nýtt starf stjórnanda á umhverfis- og mannvirkjasviði.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að nýtt starf stjórnanda á umhverfis- og mannvirkjasviði verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfs forstöðumanns umhverfis- og sorpmála samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

3.Reglur um hlutverk stjórnenda - endurskoðun

2017090334

Lögð fram tillaga að nýjum reglum um hlutverk stjórnenda hjá Akureyrarbæ. Um er að ræða uppfærslu á reglum frá árinu 2009.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlaga tillögu að reglum um hlutverk stjórnenda hjá Akureyrarbæ.

4.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

2017040070

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til og með ágúst 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

2017040095

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Endurskoðun ársreikninga 2017-2022 útboð - kæra

2017090037

Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála dagsett 2. október 2017 í máli nr. 19/2017: Grant Thornton endurskoðun ehf gegn Akureyrarbæ og Enor ehf.

Einnig lagt fram bréf dagsett 6. október 2017 frá Grant Thornton endurskoðun ehf þar sem skorað er á bæjarráð að afturkalla ákvörðun sína um að ganga til samninga við Enor ehf og taka til endurskoðunar tilboð fyrirtækisins með hliðsjón af þeim rökum sem sett eru fram í bréfinu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ræða við bréfritara.

7.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing

2014050114

Lögð fram drög að samþykktum og stofnskrá fyrir félagið Hlíðarhrygg ehf sem stofnað yrði til að undirbúa og byggja upp fjölbreytta heilsárs starfsemi í Hlíðarfjalli. Einnig lögð fram samstarfstillaga fyrir Hlíðarfjall - Alla leið - um vinnslu hagkvæmniskönnunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

8.Hólasandslína 3 - stofnun verkefnaráðs

2017100149

Lagt fram bréf dagsett 4. október 2017 frá Elínu Sigríði Óladóttur f.h. Landsnets þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa frá Akureyrarbæ í verkefnaráð vegna Hólasandslínu 3.
Bæjarráð tilnefnir þau Gunnar Gíslason, kt. 260758-6249 og Ingibjörgu Isaksen, kt. 140277-3719, í verkefnaráðið.

9.Alþingiskosningar 2017

2017090128

Lagt fram erindi dags. 27. september 2017 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi alþingiskosninga þann 28. október nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir þannig að tíu verði á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey í Grímseyjarskóla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Þá hefur kjörstjórnin á Akureyri ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjörstjórnar.

10.Neytendasamtökin - styrkbeiðni 2017

2017100129

Erindi dagsett 25. september 2017 frá Neytendasamtökunum þar sem óskað er eftir framlagi til að styðja við starfsemi samtakanna.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 12:07.