Íþróttaráð

151. fundur 22. maí 2014 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Helga Eymundsdóttir
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Örvar Sigurgeirsson varaáheyrnarfulltrúi V-lista mætti á fundinn í forföllum Dýrleifar Skjóldal áheyrnarfulltrúa.

1.Hlíðarfjall - starfsmannamál

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fund ráðsins og kynnti hugmyndir varðandi starfsmannamál.

Íþróttaráð tekur vel í erindið og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls, forstöðumanni íþróttamála og framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar að vinna málið áfram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

2.Hálönd - frístundabyggð, deiliskipulag 2. áfangi

Málsnúmer 2013080065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu umsögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Hlíðarfjalls vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Hálanda í Hlíðarfjalli.
Guðmundur Karl Jónsson sat fundinn undir þessum lið.

3.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Skíðafélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings Skíðafélags Akureyrar.

4.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Skautafélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu ársreiknings Skautafélags Akureyrar.

5.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Þór. Kynnt voru viðbrögð og aðgerðir stjórnar Þórs vegna reksturs félagsins árið 2013 og bókunar íþróttaráðs frá 8. maí sl.
Árni Óðinsson fulltrúi S-lista og Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi D-lista viku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

Íþróttaráð lýsir ánægju með svör frá Íþróttafélaginu Þór og felur forstöðumanni íþróttamála og fjármálastjóra Akureyrarbæjar að vinna áfram með félaginu.

6.Skotfélag Akureyrar - samkomulag um notkun aðstöðu í kjallara íþróttahallarinnar

Málsnúmer 2014050112Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi við Skotfélag Akureyrar vegna aðstöðu félagsins í kjallara Íþróttahallarinnar.

Íþróttaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni íþróttamála að ganga frá samningnum.

7.Kvenna/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Drög að viðmiðum og vinnureglum vegna kvenna/jafnréttisstyrkja lögð fram til framhaldsumræðu frá síðasta fundi íþróttaráðs.

Íþróttaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur forstöðumanni íþróttamála að klára viðmiðin og vinnureglurnar.

Íþróttaráð þakkar ánægjulegt og árangursríkt samstarf á kjörtímabilinu og óskar starfsmönnum farsældar í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 14:45.