Listasafn - endurbætur 2014

Málsnúmer 2014010168

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 236. fundur - 17.01.2014

FA leggur fram beiðni um tilnefningu nefndarmanns í verkefnislið vegna endurbóta við Listasafnið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Sigfús Karlsson B-lista sem sinn fulltrúa í verkefnisliðið.

Stjórn Akureyrarstofu - 154. fundur - 23.01.2014

Skipun fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu í verkefnislið vegna endurbóta á húsi Listasafnsins.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur formann stjórnar Akureyrarstofu og Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu fyrir sína hönd í verkefnisliðið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 252. fundur - 07.11.2014

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna endurbóta á Listasafninu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Þorstein Hlyn Jónsson V-lista í verkefnisliðið og óskar eftir tilnefningu frá stjórn Akureyrarstofu og Sjónlistamiðstöðinni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260. fundur - 17.04.2015

Farið yfir stöðuna á verkefninu og kynntur hugarflugsfundur um framtíðarsýn Listasafnsins sem haldinn verður í næstu viku.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 261. fundur - 08.05.2015

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 6. maí 2015 vegna hugarflugsfundar um framtíðarsýn Listasafnsins sem haldinn var í Ketilhúsinu 22. apríl 2015.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 264. fundur - 07.08.2015

Listasafn - endurbætur.
Lagt fram til kynningar minnisblað Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 7. maí 2015.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 269. fundur - 06.11.2015

Steinþór Kári Kárason hönnuður hjá Kurt og Pí kynnti frumtillögur að breytingum á Listasafninu.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar kynninguna.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:
Ég óska eftir upplýsingum um það hver rekstrarkostnaður Listasafnsins er, þar með talin leiga til Fasteigna Akureyrarbæjar. Verður miðað við þær hugmyndir sem nú er unnið eftir varðandi Listasafnið þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að Ketilhúsið verði hluti af safninu. Hver er kostnaðaráætlun verkefnisins sem unnið er eftir?

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 270. fundur - 13.11.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 10. nóvember 2015 frá Fasteignum Akureyrarbæjar með svörum vegna bókunar Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista við 2. dagskrárlið 269. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. Þar kemur fram að áætlað er að húsaleiga Listasafnsins muni hækka um 33 milljónir króna á ári miðað við 400 milljóna króna fjárfestingu.

Bæjarráð - 3484. fundur - 26.11.2015

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Listasafninu.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 200. fundur - 10.12.2015

Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri mættu á fundinn og fóru yfir fyrirhugaðar endurbætur á húsnæði Listasafnsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Hlyni og Guðríði fyrir greinargóða kynningu og gagnlegar umræður.
Þegar hér var komið í dagskránni vék Sigfús Arnar Karlsson B-lista af fundi kl. 17:10.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 272. fundur - 15.12.2015

Lagður fram til kynningar hönnunarsamningur við Kurt og Pí ehf dagsettur 3. desember 2015.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn með fjórum atkvæðum gegn einu.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista greiddi atkvæði á móti og óskar bókað:
"Ég tel það ekki tímabært að skrifa undir þennan samning. Ég tel að pólitísk umræða hafi ekki farið fram í þessu máli með eðlilegum hætti. Skyndilega er orðin mikil áhersla á að tengja núverandi húsnæði Listasafnsins við Ketilhúsið með tengibyggingu (brú). Ég tel að áður en farið verði í þessar framkvæmdir sé rétt að pólitísk umræða hafi farið fram í bæjarfélaginu varðandi þá kúvendingu sem átt hefur stað í málefnum Listasafnsins á undanförnum mánuðum."

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 273. fundur - 22.01.2016

Lagðar fram niðurstöður verðkannana fyrir lagna- og loftræstihönnun og raflagnahönnun.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðendur, Mannvit í lagna- og loftræstihönnun og Raftákn í raflagnahönnun.

Stjórn Akureyrarstofu - 216. fundur - 06.10.2016

Lagt fram til kynningar minnisblað um mögulegar breytingar á rekstrarkostnaði Listasafnsins eftir að endurbótum á því verður lokið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 4. fundur - 16.02.2017

Lagt fram minnisblað vegna framkvæmdanna dagsett 1. febrúar 2017.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að framkvæmdir við endurbætur á Listasafninu verði settar í útboð.



Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti og óskar bókað:

Það vekur furðu mína hve kostnaðaráætlun hefur hækkað mikið, eða um 140 milljónir, þar sem fullyrt var af meirihlutanum á sínum tíma að kostnaðurinn yrði ekki hærri en 400 milljónir. Þessi niðurstaða styrkir þá skoðun mína að ekki eigi að tengja Mjólkusamlagið við Ketilhúsið. Með því að falla frá þeirri áætlun má lækka árlegan rekstrarkostnað vegna fasteigna um tug ef ekki tvo tugi milljóna sem ég myndi miklu frekar vilja sjá í auknu listastarfi í bænum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 9. fundur - 05.05.2017

Lögð fram tilboð sem bárust í framkvæmdir við endurbætur á Listasafninu á Akureyri:

BB byggingar

589.119.100
133,1%

ÁK smíði

551.975.213
124,7%

Kostnaðaráætlun

442.471.731
100%



Listasafnið á Akureyri opnaði 29. ágúst 1993 í Kaupvangsstræti 12 þar sem áður var Mjólkursamlag KEA. Húsið á sér langa sögu og er sterkt í bæjarmyndinni. Húsnæðið er á fimm hæðum og um 2.200 m² að stærð.

Í dag er Listasafnið á Akureyri rekið í hluta húsnæðis Mjólkursamlagsins og í Ketilhúsinu. Lengi hefur staðið til að taka aðrar hæðir hússins undir starfsemi Listasafnsins en þær hafa verið í lítilli notkun vegna ástands húsnæðisins.

Í dag uppfyllir húsnæðið ekki kröfur um eldvarnir, heilbrigðismál og aðgengismál og þarf m.a. að endurnýja allar vatns- og raflagnir og loftræstikerfi.

Ljóst er að ráðast þarf í gagngerar endurbætur á húsnæðinu til að það uppfylli kröfur sem gerðar eru til húsnæðis listasafns gagnvart reglugerðum, rekstraraðilum og notendum.

Einnig þarf að horfa til þess að þær framkvæmdir sem eru á áætlun eru að stórum hluta uppsafnað viðhald á húsnæðinu sem nauðsynlegt er að ráðast í til að það verði ekki fyrir skemmdum og að lokum jafnvel ónothæft. Tengigangur á milli Mjólkursamlags og Ketilhúss stuðlar að hagræðingu fyrir rekstur Listasafnsins og eykur möguleika í starfsemi þess til muna.

Ætlunin er að í Listasafninu og umhverfi þess verði til manngerður áningarstaður fyrir ferðamenn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboðunum sem bárust í verkið. Meirihluti ráðsins samþykkir jafnframt að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, ÁK smíði ehf.



Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég samþykki að öllum tilboðum sé hafnað, en ég greiði atkvæði gegn tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, enda er enn verið að bæta í kostnað við verkið svo nemur tugum milljóna. Þá set ég spurningamerki við þær tillögur sem lagðar eru fram til að lækka byggingarkostnaðinn og tel að þær muni ekki ganga að fullu eftir þegar á reynir. Byggingarkostnaðurinn stefnir því í að verða mun hærri þegar upp verður staðið.

Stjórn Akureyrarstofu - 231. fundur - 11.05.2017

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins mættu á fundinn undir þessum lið.

Lagt fram minniblað um breytingar á kostnaði v/tilboðs í framkvæmdir við Listasafn ásamt undirrituðum verksamningi.

Einnig var lögð fram endurskoðuð áætlun vegna framtíðarreksturs safnsins að loknum framkvæmdum.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Guðríði og Hlyni fyrir kynningu á málinu og fagnar því að framkvæmdir eru að fara í gang. Stjórnin samþykkir verksamninginn fyrir sitt leyti.

Þórhallur Jónsson fulltrúi D-lista greiddi atkvæði gegn samningnum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 10. fundur - 12.05.2017

Lagður fram verksamningur við ÁK smíði ehf um framkvæmdir við Listasafnið.



Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn.

Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti samningnum.



Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista segir sig úr verkefnisliði um endurbætur á Listasafni Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu - 238. fundur - 12.10.2017

Lagður fram listi vegna kaupa á stofnbúnaði fyrir Listasafnið.
Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemdir við listann og vísar honum til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Fundarhlé gert kl. 17:10.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 23. fundur - 01.12.2017

Lögð fram stöðuskýrsla 1 vegna framkvæmdanna dagsett 30. nóvember 2017.

Stjórn Akureyrarstofu - 245. fundur - 30.01.2018

Fundurinn hófst á skoðunarferð um Listasafnið.

Hlynur Hallsson safnstjóri fór yfir stöðu framkvæmda og sýndi stjórnarmönnum húsnæðið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni fyrir greinargóða leiðsögn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 29. fundur - 16.03.2018

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 14. mars 2018 vegna framkvæmda við Listasafnið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Farið var í skoðunarferð á framkvæmdastað.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 36. fundur - 06.07.2018

Lögð fram stöðuskýrsla vegna framkvæmda við Listasafnið.

Sigurður Gunnarsson starfsmaður umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir eftirfarandi bókun.

Ég óska eftir því að lagðar verði fram upplýsingar á næsta fundi ráðsins þar sem fram kemur sá kostnaður við framkvæmdir í Listasafninu sem færðar hafa verið á viðhald og koma því ekki fram í framlagðri stöðuskýrslu, ásamt helstu verkþáttum sem teljast vera viðhald í þessum framkvæmdum.