Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

269. fundur 06. nóvember 2015 kl. 08:15 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Stöðuskýrslur FA 2015

Málsnúmer 2015040077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 8 fyrir stjórn FA dagsett 4. nóvember 2015.

2.Listasafn - endurbætur

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Steinþór Kári Kárason hönnuður hjá Kurt og Pí kynnti frumtillögur að breytingum á Listasafninu.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar kynninguna.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:
Ég óska eftir upplýsingum um það hver rekstrarkostnaður Listasafnsins er, þar með talin leiga til Fasteigna Akureyrarbæjar. Verður miðað við þær hugmyndir sem nú er unnið eftir varðandi Listasafnið þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að Ketilhúsið verði hluti af safninu. Hver er kostnaðaráætlun verkefnisins sem unnið er eftir?

3.Hof menningarhús - beiðni um kaup á ljósaborði

Málsnúmer 2015110036Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni ódagsett frá MAk og stjórn Akureyrarstofu um kaup á ljósaborði fyrir Hof menningarhús.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kaupin þar sem þau rúmast innan framkvæmdaáætlunar ársins 2015.

4.Hlíð - flutningur dagþjónustu úr Víðilundi í Hlíð

Málsnúmer 2015110042Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 4. nóvember 2015 vegna flutnings dagþjónustunnar í Hlíð.

5.Glerárskóli - loftræsting

Málsnúmer 2015110050Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf frá skólastjóra Glerárskóla og skólaráði Glerárskóla dagsett 2. og 3. nóvember 2015 varðandi loftræstingu í skólanum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur starfsmönnum Fasteigna Akureyrarbæjar að gera úttekt á húsnæði skólans.

6.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019 - umsögn FA

Málsnúmer 2015110034Vakta málsnúmer

Endurskoðuð jafnréttisáætlun sem gildir til ársins 2019 lögð fram til umsagnar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Móttaka flóttamanna - verkefni Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110037Vakta málsnúmer

Farið yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir varðandi móttöku flóttamanna til Akureyrar og þau verkefni sem liggja fyrir hjá Fasteignum Akureyrarbæjar er það varðar.

8.Verkfundargerðir FA 2015

Málsnúmer 2015010093Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Listasafn endurbætur: 5. fundur verkefnisliðs dagsett 27. október 2015.
NSK-ÍÞH: 8. verkfundur dagsett 30. október 2015.
Þ99 kjallari: 10.- 12. verkfundur dagsett 19. og 28. október og 2. nóvember 2015.

Fundi slitið - kl. 10:50.