Stjórn Akureyrarstofu

154. fundur 23. janúar 2014 kl. 16:00 - 17:50 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2013-2018

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Drög að stefnunni tekin fyrir að nýju.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá þeim í samræmi við þær breytingatillögur sem fram komu á fundinum.

2.Langtímaáætlun Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013040234Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögu að langtímaáætlun eða sýn stjórnar Akureyrarstofu til 10 ára.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ljúka frágangi áætlunarinnnar.

3.Listasafn - endurbætur 2014

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Skipun fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu í verkefnislið vegna endurbóta á húsi Listasafnsins.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur formann stjórnar Akureyrarstofu og Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu fyrir sína hönd í verkefnisliðið.

4.Gásakaupstaður ses - beiðni um samning

Málsnúmer 2013030037Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. janúar 2014 frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, f.h. Gásakaupstaðar ses, þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur um stuðning Akureyrarkaupstaðar við verkefni félagsins.
Hildur Friðriksdóttir fulltrúi V-lista í stjórninni vék af fundinum undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að formaður stjórnar og Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi í stjórn Akureyrarstofu ræði við bréfritara.

5.Atvinnumál almennt - málefni verslunar

Málsnúmer 2014010284Vakta málsnúmer

Rætt um málefni verslunar á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra atvinnumála á Akureyrarstofu að funda með forsvarsmönnum samtaka verslunarmanna í bænum og kanna stöðu mála í verslunargeiranum.

Fundi slitið - kl. 17:50.