Umhverfis- og mannvirkjaráð

36. fundur 06. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:19 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Unnar Jónsson
  • Gunnar Gíslason
  • Jóhanna Sólrún Norðfjörð
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Kristín Sigurðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sigurðardóttir fulltrúi rekstrardeildar
Dagskrá
Unnar Jónsson S-lista mætti í forföllum Jóhanns Jónssonar.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Jönu Salome Ingibjargar Jósepsdóttur.

1.Kostnaður við færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur vegna færslu lagna í bæjarlandinu.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir þessar verklagsreglur með fyrirvara um 7. grein.

2.G.V. Gröfur ehf - ágreiningur um verðbætur v. verksamnings

Málsnúmer 2016090050Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar dómur frá Héraðsdómi Norðurlands eystra dagsettur 25. júní 2018.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

3.Stöðuskýrsla rekstrar UMSA 2018

Málsnúmer 2018050084Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyarbæjar.

4.Listasafn - endurbætur

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla vegna framkvæmda við Listasafnið.

Sigurður Gunnarsson starfsmaður umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir eftirfarandi bókun.

Ég óska eftir því að lagðar verði fram upplýsingar á næsta fundi ráðsins þar sem fram kemur sá kostnaður við framkvæmdir í Listasafninu sem færðar hafa verið á viðhald og koma því ekki fram í framlagðri stöðuskýrslu, ásamt helstu verkþáttum sem teljast vera viðhald í þessum framkvæmdum.

5.Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

Málsnúmer 2018060368Vakta málsnúmer

Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa lagðar fram og undirritaðar.

Fundi slitið - kl. 10:19.