Stjórn Akureyrarstofu

245. fundur 30. janúar 2018 kl. 16:15 - 18:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Listasafn - endurbætur

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Fundurinn hófst á skoðunarferð um Listasafnið.

Hlynur Hallsson safnstjóri fór yfir stöðu framkvæmda og sýndi stjórnarmönnum húsnæðið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni fyrir greinargóða leiðsögn.

2.Listasafnið á Akureyri - útboð á rekstri kaffihúss

Málsnúmer 2018010273Vakta málsnúmer

Skipa þarf dómnefnd sem fer yfir innsend gögn vegna útboðs á reksti kaffihúss í Listasafninu. Óskað er eftir að Stjórn Akureyrarstofu skipi einn fulltrúa.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Hildi Friðriksdóttur í dómnefndina. Einnig mun Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningar- og viðburðamála sitja í nefndinni fyrir hönd Akureyrarstofu.

3.Greiðslur til listamanna - verklagsreglur

Málsnúmer 2018010332Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verklagsreglum v/ verkefnsins Greiðum listamönnum.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að fá upplýsingar um hver kostnaður við verkefnið verður á árinu 2018 miðað við sýningaráætlun Listasafnsins á árinu 2018 og hver kostnaðurinn yrði að jafnaði á heilu ári.

Afgreiðslu frestað þar til þær upplýsingar liggja fyrir.

4.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun saminga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur við Menningarfélag Akureyrar 2018 - 2020.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn að teknu tilliti til breytinga sem komu fram á fundinum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

5.Minjasafnið á Akureyri - ársreikningur 2016

Málsnúmer 2018010160Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Karls Guðmundssonar verkefnastjóra á stjórnsýslusviði Akureyrarbæjar um framlög til Minjasafnsins og reksturs skáldahúsanna.

Nú liggur fyrir að unnið er eftir nýjum samningi um rekstur skáldahúsanna þar sem Akureyrarbær hefur tekið tillit til óska Minjasafnsins um hærri rekstrarframlög auk þess sem samstarfið hefur verið einfaldað í ljósi nýrra áforma um nýtingu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra og deildarstjóra að kalla fulltrúa safnsins til fundar sem fyrst til að hefja viðræður um endurnýjun þjónustusamnings um rekstur Minjasafnsins.

6.Stjórn Akureyrarstofu - 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010365Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur fagráðum að vinna að gerð 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ og skila til bæjarráðs fyrir 15. mars nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fara yfir 10 ára áætlun á sérstökum vinnufundi 22. febrúar nk.

Fundi slitið - kl. 18:45.