Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

272. fundur 15. desember 2015 kl. 15:15 - 16:25 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Listasafn - endurbætur

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar hönnunarsamningur við Kurt og Pí ehf dagsettur 3. desember 2015.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn með fjórum atkvæðum gegn einu.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista greiddi atkvæði á móti og óskar bókað:
"Ég tel það ekki tímabært að skrifa undir þennan samning. Ég tel að pólitísk umræða hafi ekki farið fram í þessu máli með eðlilegum hætti. Skyndilega er orðin mikil áhersla á að tengja núverandi húsnæði Listasafnsins við Ketilhúsið með tengibyggingu (brú). Ég tel að áður en farið verði í þessar framkvæmdir sé rétt að pólitísk umræða hafi farið fram í bæjarfélaginu varðandi þá kúvendingu sem átt hefur stað í málefnum Listasafnsins á undanförnum mánuðum."

2.Stöðuskýrslur FA 2015

Málsnúmer 2015040077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 9 fyrir stjórn FA dagsett 14. desember 2015.

3.Skautahöllin - nýtt svell

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga verkefnisliðs samkvæmt fundargerð dagsett 10. desember 2015 um að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun á svelli.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að bjóða út framkvæmdirnar.

4.Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara

Málsnúmer 2014080046Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina.

5.Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126Vakta málsnúmer

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Helenu Þuríði Karlsdóttur S-lista í verkefnisliðið og óskar jafnframt eftir tilnefningu fulltrúa frá íþróttaráði og Íþróttafélögunum Þór og KA.

6.Verkfundargerðir FA 2015

Málsnúmer 2015010093Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram á fundinum:
Listasafn endurbætur - 7. fundur verkefnisliðs dagsettur 10. desember 2015.
Formaður óskar nefndarmönnum og starfsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Fundi slitið - kl. 16:25.