Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3324. fundur - 29.08.2012

Lögð fram tillaga um að Glerárdalur verði gerður að fólkvangi.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að stefnt skuli að því að hluti Glerárdals verði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55.

Bæjarstjórn samþykkir einnig með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.

Umhverfisnefnd - 78. fundur - 11.12.2012

Farið yfir tillögur að gerð fólkvangsins á Glerárdal. Lagt fram til kynningar.

Umhverfisnefnd - 79. fundur - 12.02.2013

Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku kynnti hugmyndir að virkjun í Glerá.

Umhverfisnefnd þakkar Andra Teitssyni kynninguna.

Umhverfisnefnd - 88. fundur - 05.12.2013

Lagðar voru fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs.
Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og ráðgjafi starfshópsins sat fundinn undir þessum lið.

Meirihluti umhverfisnefndar samþykkir tillögurnar og vísar málinu til skipulagsnefndar. Jón Ingi Cæsarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista óskar bókað:

Undirritaður hefur starfað í starfshópi vegna Glerárdals. Ljóst er að sú niðurstaða sem nú liggur fyrir er mér ekki að skapi og í henni er fórnað meiri hagsmunum fyrir minni.

Helstu ástæður eru:

  • Skorinn er stór hluti af vestanverðum dalnum frá fólkvangssvæðinu til að þjóna hagsmunum Fallorku með 3,3 Mw virkjun.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands sem er umsagnaraðili telur hugmyndir um virkjun rýra mjög gildi Glerárdals sem fólkvangs, reyndar telur hún virkjunarhugmyndir ósamrýmanlegar þeim áformum.
  • Með því að stjórnmálamenn á Akureyri hafa gert bindandi samning við Fallorku um Glerá og Glerárdal hafa þeir í reynd tekið ákvörðun um að taka umsagnarréttinn af bæjarbúum hvað varðar deiliskipulagið. Ljóst að íbúum bæjarins er ekki ætlað að hafa áhrif á ákvörðun um virkjun við fólkvanginn.
  • Rennsli Glerár verður mjög skert og áin því langt frá því sem hún er í dag inni á fólkvangssvæðinu. Þar með er eitt merkasta svæði á dalnum, Glerárgil með fossum sínum og skessukötlum ekki svipur hjá sjón til framtíðar.
  • Vegna þess sem að ofan er greint, tel ég að anda afmælisgjafar sem bæjarfulltrúar á Akureyri gáfu bæjarbúum á afmælisfundinum 2012 sé fórnað. Á þeim fundi var tekin ákvörðun um fólkvang á Glerárdal og niðurstaðan sem hér er til umsagnar stendur því ekki undir þeim væntingum að mínu mati.

Ég mun því ekki taka þátt í afgreiðslu þessa máls í umhverfisnefnd.

Skipulagsnefnd - 169. fundur - 11.12.2013

Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Lagðar voru fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 5. desember 2013 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu starfshópsins um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar að stofna fólkvang í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3348. fundur - 17.12.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. desember 2013:
Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Lögð var fram tillaga starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 5. desember 2013 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu starfshópsins um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar að stofna fólkvang á Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram breytingartillögu svohljóðandi:

5. gr. Í stað þessara þriggja síðustu setninga: "Umferð hesta er heimil á stikuðum leiðum eða stígum. Heimilt er að nota hross við smölun. Óheimilt er að fara með rekstur hesta um fólkvanginn." komi þessi setning: "Heimilt er að fara á og með hesta um fólkvanginn."

7. gr. Í stað: "Hófleg sauðfjárbeit er heimil innan fólkvangsins." komi þessi setning: "Sauðfjárbeit er heimil innan fólkvangsins og ef þurfa þykir skal bæjarstjórn ákvarða ítölu."

Tillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 4 atkvæðum Geirs Kristins Aðalsteinssonar L-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Loga Más Einarssonar S-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista gegn 2 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Víðis Benediktssonar L-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hlín Bolladóttir L-lista, Oddur Helgi Halldórsson L-lista og Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umhverfisnefnd - 90. fundur - 11.02.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir smávægilegar orðalagsbreytingar sem orðið hafa á friðlýsingarskilmálum Glerárdals.

Umhverfisnefnd - 93. fundur - 13.05.2014

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fór yfir athugasemdir sem bárust umhverfisstofnun vegna fyrirhugaðrar friðunar Glerárdals sem fólkvangs og svör starfshópsins um Glerárdal við þeim.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista tók ekki þátt í umræðunum þar sem hann var einn af þeim aðilum sem skiluðu inn athugasemdum.

Umhverfisnefnd - 98. fundur - 18.11.2014

Hildur Vésteinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun mætti á fundinn og skýrði stöðu málsins.

Umhverfisnefnd þakkar Hildi fyrir veittar upplýsingar um friðunarferlið. Nefndin felur Hildi að gera þær breytingar á 5. grein sem rætt var um á fundinum og kynna á ný.

Óskar Ingi Sigurðsson B-lista mætti til fundar kl. 14:15.

Umhverfisnefnd - 99. fundur - 09.12.2014

Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Í framhaldinu voru lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólksvangs. Tillagan er lögð fram á ný eftir kynningu Umhverfisstofnunar þar sem gerðar hafa verið þrjár orðalagsbreytingar í texta friðlýsingarskilmála.
Innkomin umsögn frá ISAVIA dagsett 28. nóvember 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.

Umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar og vísar málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd - 193. fundur - 10.12.2014

Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Í framhaldinu voru lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er lögð fram á ný eftir kynningu Umhverfisstofnunar þar sem gerðar hafa verið þrjár orðalagsbreytingar í texta friðlýsingarskilmála.
Innkomin umsögn frá ISAVIA dagsett 28. nóvember 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 9. desember 2014 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þær breytingar sem gerðar hafa verið við tillöguna um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar vegna stofnunar fólkvangs í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3365. fundur - 16.12.2014

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. desember 2014:
Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Í framhaldinu voru lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er lögð fram á ný eftir kynningu Umhverfisstofnunar þar sem gerðar hafa verið þrjár orðalagsbreytingar í texta friðlýsingarskilmála.
Innkomin umsögn frá ISAVIA dagsett 28. nóvember 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 9. desember 2014 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þær breytingar sem gerðar hafa verið við tillöguna um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar vegna stofnunar fólkvangs í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fram kom tillaga um að fresta afgreiðslu málsins og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd - 101. fundur - 10.02.2015

Á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2014 var óskað eftir að nokkur atriði í skilmálatexta fólkvangsins yrðu skýrðir. Umhverfisnefnd hefur yfirfarið umræddan texta og gert tillögur að breytingum sem skýra þau atriði nánar.
Umhverfisnefnd samþykkir yfirfarinn texta með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum og varðar loftför.
Í stað setningarinnar "Umferð hesta er heimiluð á stígum og stikuðum leiðum." komi
"Ferðir á hestum um fólkvanginn eru aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merktar sem göngu- og reiðleiðir."
Í stað setningarinnar "Umferð loftfara sem valda hávaða og truflun (t.d. þyrluflug) í fólkvanginum fyrir gesti og dýralíf er óheimil nema um sé að ræða hefðbundið aðflug að og brottflug frá flugvelli. " komi
"Umferð loftfara sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis (t.d. þyrluflug). Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug til og frá flugvelli, ásamt leitar- og björgunarflugi."
Umhverfisnefnd vísar málinu til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 196. fundur - 11.02.2015

Á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2014 var óskað eftir að nokkur atriði í skilmálatexta fólkvangsins yrðu skýrðir. Umhverfisnefnd hefur 10. febrúar 2015 yfirfarið umræddan texta og gert tillögur að breytingum sem skýra þau atriði nánar.

Í stað setningarinnar "Umferð hesta er heimiluð á stígum og stikuðum leiðum." komi

"Ferðir á hestum um fólkvanginn eru aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merktar sem göngu- og reiðleiðir."

Í stað setningarinnar "Umferð loftfara sem valda hávaða og truflun (t.d. þyrluflug) í fólkvanginum fyrir gesti og dýralíf er óheimil nema um sé að ræða hefðbundið aðflug að og brottflug frá flugvelli. " komi

"Umferð loftfara sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis (t.d. þyrluflug). Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug til og frá flugvelli, ásamt leitar- og björgunarflugi."

Nefndin vísaði breytingartillögunni til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu umhverfisnefndar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. desember 2014.

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. desember 2014:
Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Í framhaldinu voru lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er lögð fram á ný eftir kynningu Umhverfisstofnunar þar sem gerðar hafa verið þrjár orðalagsbreytingar í texta friðlýsingarskilmála.
Innkomin umsögn frá ISAVIA dagsett 28. nóvember 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 9. desember 2014 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þær breytingar sem gerðar hafa verið við tillöguna um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar vegna stofnunar fólkvangs í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2014 var óskað eftir að nokkur atriði í skilmálatexta fólkvangsins yrðu skýrðir. Umhverfisnefnd hefur 10. febrúar 2015 yfirfarið umræddan texta og gert tillögur að breytingum sem skýra þau atriði nánar.
Í stað setningarinnar 'Umferð hesta er heimiluð á stígum og stikuðum leiðum.' komi
'Ferðir á hestum um fólkvanginn eru aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merktar sem göngu- og reiðleiðir.'
Í stað setningarinnar 'Umferð loftfara sem valda hávaða og truflun (t.d. þyrluflug) í fólkvanginum fyrir gesti og dýralíf er óheimil nema um sé að ræða hefðbundið aðflug að og brottflug frá flugvelli. ' komi
'Umferð loftfara sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis (t.d. þyrluflug). Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug til og frá flugvelli, ásamt leitar- og björgunarflugi.'
Nefndin vísaði breytingartillögunni til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu umhverfisnefndar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur starfshópsins, sem lagðar voru fram í bæjarstjórn 16. desember 2014, ásamt breytingartillögum í skilmálatexta fólkvangsins, sem umhverfisnefnd 10. febrúar 2015 vísaði til skipulagsnefndar, sem ekki gerði athugasemdir við breytingartillögurnar á fundi sínum 11. febrúar 2015 og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar, með 10 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Sóley Björk Stefánsdóttir óskar bókað:
Ég tel mikilvægt að leitað sé jafnvægis milli vélknúinnar og kyrrlátrar umferðar og ítreka fyrri ábendingar mínar þess efnis að umferð vélknúinna ökutækja verði takmörkuð innan fólkvangsins. Þetta má gera á sambærilegan hátt og gert er varðandi umferð hesta, þ.e. umferð verði aðeins leyfð á afmörkuðum og sérstaklega merktum svæðum.

Umhverfisnefnd - 102. fundur - 10.03.2015

Farið yfir smávægilegar breytingar á 5. gr. og 7. gr. friðlýsingarskilmála Glerárdals sem Umhverfisstofnun leggur til.
Umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Tekið fyrir að nýju þar sem Umhverfisstofnun óskaði í tölvupósti dagsettum 6. mars 2015, eftir minniháttar breytingum á orðalagi á 5. gr. og 7. gr.

Fyrir liggur samþykki umhverfisnefndar dagsett 10. mars 2015 fyrir breytingartillögunni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

22. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. mars 2015:
Tekið fyrir að nýju þar sem Umhverfisstofnun óskaði í tölvupósti dagsettum 6. mars 2015, eftir minniháttar breytingu á orðalagi á 5. gr. og 7. gr.
Fyrir liggur samþykki umhverfisnefndar dagsett 10. mars 2015 fyrir breytingartillögunni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu Umhverfisstofnunar við 5. og 7. gr. í skilmálatexta fólkvangsins með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.
Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3468. fundur - 13.08.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 8. júlí 2015:

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.


Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 12:20.

Bæjarráð - 3483. fundur - 19.11.2015

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. ágúst sl.
6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 13. ágúst 2015:
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 8. júlí 2015:
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.

Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð vísar breytingartillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3383. fundur - 01.12.2015

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. nóvember 2015:

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. ágúst sl.

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 13. ágúst 2015:

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 8. júlí 2015:

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.


Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.

Bæjarráð vísar breytingartillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Umhverfisnefnd - 112. fundur - 23.02.2016

Farið yfir stöðuna á friðunarferli Glerárdals sem fólkvangs.