Umhverfisnefnd

90. fundur 11. febrúar 2014 kl. 16:15 - 18:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Linda María Ásgeirsdóttir
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá
Kristinn Frímann Árnason D-lista boðaði forföll sín og varamanns.
Linda María Ásgeirsdóttir S-lista mætti í forföllum Jóns Inga Cæsarssonar.

1.Hrísey - fólkvangur og fuglafriðun

Málsnúmer 2013120074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá hverfisráði Hríseyjar dags. 5. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir því að fuglafriðun verði samþykkt í Hrísey með þeirri undantekningu að verja megi varpland fyrir vargfugli og jafnframt verði skoðaðir möguleikar á friðun eyjunnar sem fólkvangs og eða annars konar friðun.

Umhverfisnefnd felur forstöðumanni umhverfismála að skoða möguleika á að hluti eyjunnar verði fólkvangur með tilteknum friðunum. Einnig óskar nefndin eftir því að Þorsteinn G. Þorsteinsson fuglaáhugamaður mæti á næsta fund nefndarinnar í mars.

2.Hrísey - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014010185Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá hverfisráði Hríseyjar dags. 5. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir að framkvæmd verði fuglatalning í Hrísey á þessu ári en talning hefur verið gerð á 10 ára fresti frá árinu 1994.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni umhverfismála að vinna málið áfram og leggja fram framkvæmda- og kostnaðaráætlun á næsta fundi.

3.Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir stöðu málaflokksins og hvernig til hefur tekist.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna málið áfram og koma með tillögur að fyrirkomulagi við losun úrgangs á gámasvæði.

4.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir smávægilegar orðalagsbreytingar sem orðið hafa á friðlýsingarskilmálum Glerárdals.

Fundi slitið - kl. 18:05.