Bæjarstjórn

3368. fundur 17. febrúar 2015 kl. 16:00 - 18:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Reykjavíkurflugvöllur - innanlandsflug, sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Reykjavíkurflugvöllur - innanlandsflug

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn Akureyrar minnir enn og aftur á mikilvægi innanlandsflugs og að aðgengi landsbyggðanna að höfuðborginni er lykilatriði fyrir farsæla byggðaþróun.
Mikilvægt er að sem víðtækust samstaða allra landsmanna náist um framtíðarfyrirkomulag flugvallar á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarstjórn Akureyrar krefst þess að nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur, Rögnunefndin, fái svigrúm og þann tíma sem hún þarf til þess að leggja fram sínar tillögur og skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að beita sér fyrir því að ekki verði afgreidd framkvæmdaleyfi á Hlíðarendasvæðinu fyrr en Rögnunefndin hefur lokið vinnu sinni.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. desember 2014.

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 10. desember 2014:
Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Í framhaldinu voru lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er lögð fram á ný eftir kynningu Umhverfisstofnunar þar sem gerðar hafa verið þrjár orðalagsbreytingar í texta friðlýsingarskilmála.
Innkomin umsögn frá ISAVIA dagsett 28. nóvember 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 9. desember 2014 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þær breytingar sem gerðar hafa verið við tillöguna um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar vegna stofnunar fólkvangs í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2014 var óskað eftir að nokkur atriði í skilmálatexta fólkvangsins yrðu skýrðir. Umhverfisnefnd hefur 10. febrúar 2015 yfirfarið umræddan texta og gert tillögur að breytingum sem skýra þau atriði nánar.
Í stað setningarinnar 'Umferð hesta er heimiluð á stígum og stikuðum leiðum.' komi
'Ferðir á hestum um fólkvanginn eru aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merktar sem göngu- og reiðleiðir.'
Í stað setningarinnar 'Umferð loftfara sem valda hávaða og truflun (t.d. þyrluflug) í fólkvanginum fyrir gesti og dýralíf er óheimil nema um sé að ræða hefðbundið aðflug að og brottflug frá flugvelli. ' komi
'Umferð loftfara sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis (t.d. þyrluflug). Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug til og frá flugvelli, ásamt leitar- og björgunarflugi.'
Nefndin vísaði breytingartillögunni til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu umhverfisnefndar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur starfshópsins, sem lagðar voru fram í bæjarstjórn 16. desember 2014, ásamt breytingartillögum í skilmálatexta fólkvangsins, sem umhverfisnefnd 10. febrúar 2015 vísaði til skipulagsnefndar, sem ekki gerði athugasemdir við breytingartillögurnar á fundi sínum 11. febrúar 2015 og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar, með 10 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Sóley Björk Stefánsdóttir óskar bókað:
Ég tel mikilvægt að leitað sé jafnvægis milli vélknúinnar og kyrrlátrar umferðar og ítreka fyrri ábendingar mínar þess efnis að umferð vélknúinna ökutækja verði takmörkuð innan fólkvangsins. Þetta má gera á sambærilegan hátt og gert er varðandi umferð hesta, þ.e. umferð verði aðeins leyfð á afmörkuðum og sérstaklega merktum svæðum.

3.Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þingvallastrætis 23

Málsnúmer 2015010118Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Skipulagsnefnd heimilaði þann 14. janúar 2015 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Tillagan er dagsett 5. febrúar 2015 og unnin af Önnu Margréti Hauksdóttur hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Borgargil 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015010257Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Erindi dagsett 29. janúar 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á skipulagi á lóð nr. 1 við Borgargil. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Ágúst Hafsteinsson.
Um er að ræða lítilsháttar stækkun á lóð við Borgargil 1. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 11. febrúar 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Einungis er um að ræða lítilsháttar stækkun á byggingarreit innan lóðar og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist lítilsháttar.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

5.Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015010068Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar'. Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar (lóð nr. 2).
Fyrir liggur samþykki beggja lóðahafa um ofangreindar breytingar.
Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 9. febrúar 2015.
Einungis er um að ræða lítilsháttar tilfærslu á byggingarreitum innan lóðar nr. 2 auk breytingar á aðkomu að lóð nr. 2 og eru breytingar sem varða Akureyrarkaupstað og lóðarhafa nr. 1 og 2. Nýtingarhlutfall lóðanna breytist ekki.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. janúar 2015:
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015 - fyrri umræða

Málsnúmer 2015020055Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. febrúar 2015:
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum og vísar Samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

8.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun - félagsmálaráð

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 5. febrúar 2015:
7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 21. janúar 2015:
Lagt var fram endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs dagsett 19. janúar 2015.
Félagsmálaráð fór yfir samþykktir ráðsins og samþykkti að breyta nafni ráðsins í velferðarráð. Samþykktin er send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir ráðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tilögu að breytingum á samþykkt fyrir félagsmálaráð og að nafni ráðsins verði breytt í velferðarráð með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. febrúar 2015:
6. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 4. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu til bæjarráðs og síðan samþykktar í bæjarstjórn.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu með 9 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar D-lista.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

10.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun - íþróttaráð

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 12. febrúar 2015:
4. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 5. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir íþróttaráð.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íþróttaráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íþróttaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Atvinnumálanefnd

Málsnúmer 2015010158Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt fyrir atvinnumálanefnd.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir atvinnumálanefnd með 9 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Gíslasonar D-lista.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

12.Kosning nefnda 2014-2018 - atvinnumálanefnd

Málsnúmer 2014060061Vakta málsnúmer

Kosning í atvinnumálanefnd - 5 aðalmenn og 5 til vara.

Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:
Matthías Rögnvaldsson formaður
Jóhann Jónsson varaformaður
Erla Björg Guðmundsdóttir
Elías Gunnar Þorbjörnsson
Margrét Kristín Helgadóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi

og varamanna:
Dagur Fannar Dagsson
Þorlákur Axel Jónsson
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Þórhallur Jónsson
Stefán Guðnason
Hildur Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

13.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 2015010002Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu um Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Fram fóru almennar umræður.

14.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 29. janúar og 12. febrúar 2015
Bæjarráð 5. og 12. febrúar 2015
Félagsmálaráð 2. og 4. febrúar 2015
Framkvæmdaráð 6. og 10. febrúar 2015
Íþróttaráð 5. febrúar 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 29. janúar og 12. febrúar 2015
Skipulagsnefnd 11. febrúar 2015
Skólanefnd 2. febrúar 2015
Stjórn Akureyrarstofu 4. og 12. febrúar 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 6. febrúar 2015
Umhverfisnefnd 10. febrúar 2015


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:00.