Skipulagsnefnd

169. fundur 11. desember 2013 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Glerárdalur fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Lagðar voru fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Umhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 5. desember 2013 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu starfshópsins um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar að stofna fólkvang í Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Glerárdalur virkjun - skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulagbreytinga

Málsnúmer 2013110018Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna virkjunaráforma á Glerárdal og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi ofan Rangárvallarbrúar.
Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

3.Miðbær Akureyrar, deiliskipulag norðurhluta - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 3, 5 og 7

Málsnúmer 2013090038Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar.
Deiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun er unnin af Landslagi ehf. og dagsett 6. desember 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir að bætt verði við skipulagsskilmálana texta um að skipulagsnefnd áskilji sér rétt til að taka afstöðu til útlits og efnisvals hússins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013110167Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar í framhaldi af gildistöku nýrra laga um minjavernd þar sem húsið við Óseyri 19 er yfir 100 ára gamalt og því friðað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um fyrirhugaða viðbyggingu við Óseyri 19 þar sem húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

5.Borgargil 1 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013120025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2013 þar sem Guðni Helgason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Borgargils 1.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Þingvallastræti 10 - viðbygging

Málsnúmer 2012090012Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Páls Sigurjónssonar óskaði eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið Þingvallastræti 10, var grenndarkynnt frá 13. september til 11. október 2012.
Þrjár athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Þingvallastræti - athugasemdir dags. 31.10 2012".
Innkomin er breytt tillaga dagsett 22. nóvember 2013 frá Þresti Sigurðssyni f.h. nýrra eigenda þar sem tekið hefur verið tillit til innsendra athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið að nýju með breyttri tillögu að viðbyggingunni.

7.Lyngholt 7 - fyrirspurn um stækkun á byggingarreit

Málsnúmer 2013110221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. nóvember 2013 þar sem Sigurður Sigþórsson leggur fram fyrirspurn um stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við hús nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi er tillaga umsækjanda að stækkun byggingareits.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni.
Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010076Vakta málsnúmer

Þann 14. nóvember 2013 vísaði bæjarráð fundargerð 68. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsettri 5. nóvember 2013 til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang ráðgjafarvinnu þar sem skoðuð verði sérstaklega aðgengis- og umferðaröryggismál við grunnskóla Akureyrar með úrbætur í huga.

9.Mýrarvegur - biðskylda á Kambsmýri

Málsnúmer 2013110269Vakta málsnúmer

Skúli Flosason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. nóvember 2013.
Hann telur eðlilegt að sett verði biðskylda á Kambsmýri líkt og er á öðrum götum að Mýrarvegi.

Kambsmýri er skilgreind sem safngata þar sem hún mætir Mýrarvegi og telur því skipulagsnefnd út frá forsendum um umferðaröryggi og umferðarmagn ekki ráðlegt að setja biðskyldu á Kambsmýri gangvart Mýrarvegi.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. nóvember 2013. Lögð var fram fundargerð 471. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

Málsnúmer 2013010008Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 4. desember 2013. Lögð var fram fundargerð 472. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.