Bæjarráð

3483. fundur 19. nóvember 2015 kl. 08:30 - 11:57 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Pétur Ólafsson hafnarstjóri og Víðir Benediktsson formaður Hafnasamlags Norðurlands mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig mættu Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður íþróttaráðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála á fundinn.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Pétri, Víði, Ingibjörgu og Ellerti fyrir komuna á fundinn.

2.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. ágúst sl.
6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 13. ágúst 2015:
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 8. júlí 2015:
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.

Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð vísar breytingartillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2015-2016

Málsnúmer 2014110256Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2015 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur verkefnastjóra f.h. stjórnar Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2016.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2015110022Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. nóvember 2015. Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið a), 2. og 7. lið til verkefnastjóra brothættra byggða, 1. lið b) og c) og 4. lið til framkvæmdadeildar, 1. lið d) til Fasteigna Akureyrarbæjar, 3., 5. og 6. lið til bæjarstjóra, 8. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

5.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2015010102Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dagsett 26. október 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

6.Hverfisnefnd Síðuhverfis - fundargerð

Málsnúmer 2015010084Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Síðuhverfis dagsett 11. nóvember 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/siduhverfi/fundargerdir
Skipulagsnefnd hefur borist erindi frá hverfisnefnd vegna 1. liðar a) og b).
1. liður c) er lagður fram til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar liðnum önnur umræðuefni til framkvæmdadeildar.

7.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 263. mál

Málsnúmer 2015110107Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. nóvember 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 263. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Fundi slitið - kl. 11:57.