Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013 - tímaáætlun

Málsnúmer 2012060047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3322. fundur - 07.06.2012

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram tillögu að tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

Bæjarráð samþykkir framlagða tímaáætlun.

Bæjarráð - 3323. fundur - 14.06.2012

Lagðar fram forsendur og fjárhagsáætlunarferli vegna fjárhagsáætlunargerðar 2013.

Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur og fjárhagsáætlunarferli fyrir árið 2013.

Bæjarráð - 3323. fundur - 14.06.2012

Lögð fram tillaga að tekju- og fjárhagsrömmum ársins 2013.

Bæjarráð vísar fjárhagsrömmum til umfjöllunar í nefndum bæjarins og óskar eftir athugasemdum fyrir 18. ágúst nk.

Bæjarráð - 3331. fundur - 13.09.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3332. fundur - 20.09.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3333. fundur - 02.10.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3334. fundur - 04.10.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskaði eftir að eftirfarandi fyrirspurn yrði bókuð:

Þann 1. nóvember 2011 samþykkti bæjarstjórn nýja jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar til 2015. Í henni er m.a. kveðið á um að tekin verði upp aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar og þannig verði kynjasamþættingu beitt í fjárhagsáætlunarferli bæjarins. Í stefnunni segir til um að unnin skulu tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlunargerð á árunum 2011-2013. Í ljósi þess að slík verkefni hafa enn ekki farið af stað og að nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013 er spurt hvort einhver slík verkefni séu fyrirhuguð í samræmi við jafnréttistefnu bæjarins á komandi fjárhagsári.

Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs óskar bókað:

Engin verkefni eru farin af stað en það útskýrist m.a. af því að við erum að hinkra eftir leiðbeiningabæklingi um kynjaða fjárhagsáætlanagerð sem verið er að vinna hjá Jafnréttisstofu.

Bæjarráð - 3335. fundur - 11.10.2012

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fóru yfir fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda fyrir árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 3336. fundur - 18.10.2012

Lögð fram gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

Bæjarráð - 3336. fundur - 18.10.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi kl. 11:59.

Bæjarráð - 3337. fundur - 25.10.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 11:00.

Bæjarráð - 3338. fundur - 30.10.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3339. fundur - 01.11.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3329. fundur - 06.11.2012

6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. nóvember 2012:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2013 - 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3340. fundur - 08.11.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3341. fundur - 15.11.2012

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2013.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðunum, gjaldskrá leikskóla og skólavistunar, Sigurhæðir, Davíðshús og Listamiðstöðin Kaupvangsstræti en samþykkir að öðru leiti tillögu að gjaldskrám 2013 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3341. fundur - 15.11.2012

9. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 6. nóvember 2012:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2013
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2013-2016

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Fráveita Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. nóvember 2012:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2013.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum: gjaldskrá leikskóla og skólavistunar, Sigurhæðir, Davíðshús og Listamiðstöðin Kaupvangsstræti, en samþykkir að öðru leyti tillögu að gjaldskrám 2013 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár fyrir árið 2013, að undanskildum þeim gjaldskrám sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á, með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Bæjarstjórn - 3330. fundur - 20.11.2012

8. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 15. nóvember 2012:
9. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 6. nóvember 2012:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2013
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2013-2016

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Fráveita Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2013 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2013. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.

Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:

a) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum .

b) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

c) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Lögð fram tillaga um breytingu á frumvarpi að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013:

a) Lagt er til að minnka lántökur í A-hluta um 350.000.000 kr. þannig að lántökur verði 500.000.000 kr. á árinu 2013 í stað 850.000.000 kr. Lægri lántöku verður mætt með lækkun á handbæru fé um samsvarandi fjárhæð.

b) Tilfærsla fjármagns innan framkvæmdayfirlits.

Fjárveiting til KA svæðis er hækkuð um 10.000.000 kr. og verður 260.000.000 kr.

Fjárveiting til sundlaugar, rennibraut er lækkuð um 10.000.000 kr. og verður 20.000.000 kr.

Hjá Eignasjóði gatna er fjárveiting til nýbyggingar gatna lækkuð um 10.000.000 kr. og verður 156.000.000 kr. Jafnframt er tekin upp fjárveiting til bifreiðakaupa hjá eignasjóðnum um 10.000.000 kr.

Tillagan var borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 21-24)

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 32.186 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 13.377.538 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 25)

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2.046 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 6.812.725 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 48 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 15.285.949 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 6.822 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 131.485 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 9)

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 41.101 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 26.110.188 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 37)

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -1.094 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 618 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -56.219 þús. kr.

IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -32.922 þús. kr.

V. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 93.703 þús. kr.

VI. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -10.794 þús. kr.

VII. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 64.566 þús. kr.

VIII. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -862 þús. kr.

IX. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 538.513 þús. kr.

X. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 11.088 þús. kr.

XI. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 551.699 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 38.642.760 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bókun:

Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Forseti lýsti yfir að 8. liður dagskrárinnar ásamt 8. lið í fundargerð bæjarráðs frá 15. nóvember 2012 séu þar með afgreiddir.

Bæjarráð - 3343. fundur - 29.11.2012

Tekin fyrir að nýju gjaldskrá leikskóla og skólavistunar sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á þann 15. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3331. fundur - 04.12.2012

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. nóvember 2012:
Tekin fyrir að nýju gjaldskrá leikskóla og skólavistunar sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á þann 15. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3384. fundur - 10.10.2013

Farið yfir reglur og framkvæmd viðauka við fjárhagsáætlun.
Glærukynning Guðjóns Bragasonar sviðsstjóra lögfræði- og velferðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var dagana 3. og 4. október sl. má finna á slóðinni:
http://www.samband.is/media/fjarmalaradstefna-2013/GudjonBragason.pdf

Bæjarráð - 3389. fundur - 14.11.2013

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 10:30.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. nóvember 2013:
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 með 11 samhljóða atkvæðum.