Bæjarráð

3331. fundur 13. september 2012 kl. 09:00 - 11:54 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn 2012

Málsnúmer 2012020046Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Karl Frímannsson fræðslustjóri og Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mættu á fundinn og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.

2.Nefndarlaun - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2012090158Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs lagði fram til umræðu breytingu á nefndarlaunum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

3.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2012

Málsnúmer 2012090076Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. september 2012 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 26. september 2012 kl. 16:00 á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 10:52.

4.Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum 2012

Málsnúmer 2012060156Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. september 2012 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2013. Óskað er eftir að sveitarstjórn leggi áherslu á málefni sem varða fjármálasamskipti ríkis og sveitarfélaga, verkaskiptingu þeirra á milli, skuldastöðu og fjárhagsafkomu sveitarfélaga svo og önnur mál sem tengjast málefnasviði nefndarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt tveimur bæjarfulltrúum að fara á fund fjárlaganefndar fyrir hönd Akureyrarbæjar.

5.Greið leið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2012090013Vakta málsnúmer

Erindi dags. 31. ágúst 2012 frá stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf varðandi hækkun á hlutafé félagsins.

Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 26. ágúst 2010 samþykkir bæjarráð hlutafjáraukningu að fjárhæð kr. 47.934.562 vegna hækkunar á hlutafé Greiðrar leiðar ehf og af því tilefni samþykkir bæjarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2012 sem því nemur. Útgjöldum vegna viðaukans er mætt með áætluðum rekstrarafgangi ársins.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:54.