Bæjarráð

3335. fundur 11. október 2012 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fóru yfir fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda fyrir árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

 

2.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerð 42. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dags. 11. september 2012 og fundargerð 62. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 12. september 2012.

3.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar stjórnar Eyþings dags. 11. september 2012.

4.Menningarhúsið Hof - rekstur ársins 2011

Málsnúmer 2012080059Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 20. september 2012:
Farið yfir tillögur um ráðstöfun á rekstrarafgangi Menningarfélagsins Hofs sem kynntur var á síðasta fundi stjórnar.
Stjórn Akureyrarstofu gerir það að tillögu sinni til bæjarráðs að fjármununum verið varið til að auka svigrúm Menningarsjóðs Akureyrar.

Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Akureyrarstofu.

Um leið og bæjarráð fagnar góðri afkomu Menningarfélagsins Hofs þá upplýsir bæjarráð að Akureyrarbær leggur tæpar 300 milljónir kr. til reksturs menningarhússins.

5.Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012

Málsnúmer 2012090020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 2. október 2012 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.

Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar.

6.Uppbyggingarsamningur KA 2012

Málsnúmer 2012090220Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 4. október 2012:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við KA lagður fyrir íþróttaráð.
Íþróttaráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs.
Íþróttaráð skipar Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa íþróttaráðs í vinnuhóp Fasteigna Akureyrarbæjar vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:00.