Bæjarráð

3337. fundur 25. október 2012 kl. 09:00 - 11:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista boðaði forföll sín og varamanns.

1.Molta ehf - framtíðarhorfur

Málsnúmer 2012090008Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. október 2012 frá Eiði Guðmundssyni f.h. stjórnar Moltu ehf þar sem óskað er eftir að fulltrúar Moltu ehf fái að koma á fund bæjarráðs til að ræða framtíð félagsins og kynna tillögur sínar.
Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri og Sigmundur Einar Ófeigsson stjórnarformaður Moltu ehf mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar þeim Eiði og Sigmundi Einari fyrir kynninguna.

2.Northern Forum 2012

Málsnúmer 2012020215Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu mála í Northern Forum samtökunum og lögð fram tillaga að samþykkt vegna breytinga.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samþykkt og svara erindi Northern Forum.

Bæjarráð felur jafnframt vinnuhópi um erlend samskipti að fjalla um málefni Northern Forum.

3.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerð 58. og 59. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 11. september og 15. október 2012.
Fundargerðirnar eru að finna á slóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2012-2013

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 11:00.

5.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2012/2013

Málsnúmer 2012090138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 19. október 2012 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 148 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 16 þorskígildistonn vegna Grímseyjar.
Í bréfinu er einnig vakin athygli á því að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 9. nóvember 2012.

Fundi slitið - kl. 11:10.