Skipulagsráð

267. fundur 28. júní 2017 kl. 08:00 - 11:13 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.

3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.

Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".


Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017. Lögð er fram endurbætt tillaga að deiliskipulaginu þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og athugasemdar. Einnig er lagt fram kostnaðarmat frá Norðurorku vegna færslu lagnar.
Svör við innkomnum athugasemdum:

1)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.

2 Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og er heiti lóðarinnar nú Hafnargata 2.

3)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.


Svör við innkomnum umsögnum:

1) Gengið verður frá samkomulagi við Norðurorku áður en lóðinni verður úthlutað.

2) Húsin þrjú eru sérstaklega tilgreind í greinargerð og telst það vera fullnægjandi.

3) Athugasemdinni er vísað til vinnslu nýs aðalskipulags.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að uppfærða deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

2.Hafnarstræti 80 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017030535Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80 var auglýst frá 10. maí með athugasemdafresti til 21. júní 2017. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engin athugasemd barst.

Ein umsögn barst:

1) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar, dagsett 22. maí 2017

Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við breytt deiliskipulag. Það vekur þó furðu að áður hafði kröfu um bílakjallara verið aflétt þar sem sú framkvæmd var talin flókin og kostnaðarsöm og ekki væri hægt að leggja slíka kröfu á framkvæmdaraðila. Nú virðist ekki vefjast fyrir framkvæmdaraðila að koma fyrir tæknirými í kjallara. Þó bílastæði undir hótelbyggingunni hefðu ekki verið arðbær fyrir byggingaraðila þá hefðu þau létt á svæðinu í kring. Skipulagsyfirvöld eru hvött til að skoða lagaramma framkvæmdaleyfa með tilliti til heimildar til handa bæjaryfirvöldum til að gera kröfur um samfélagslegt framlag framkvæmdaraðila.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við afgreiðslu málsins.


Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsráð" og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar.

3.Glerárvirkjun II - gangstígur verður aðkomuvegur, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016080067Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II var auglýst frá 10. maí með athugasemdafresti til 21. júní 2017. Lega aðrennslispípu breytist á um 1400 m kafla norðan Glerár, frá inntaksstíflu og niður fyrir Byrgislæk. Færsla pípunnar er að meðaltali um 25 m til vesturs, fjær Glerá. Vegna færslu pípunnar hliðrast mörk skipulagssvæðisins til vesturs um 15 m á um 400 m kafla nærst inntaksstíflunni. Aðkomuvegur fellur niður en þess í stað er gert ráð fyrir að stígur með breyttri legu samhliða breyttri legu á aðrennslispípu frá inntakslóni og norður fyrir Byrgislæk verði einnig þjónustuvegur á um 1300 m kafla. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu.

Engin athugasemd barst.

Tvær umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 8. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við þessa breytingu en vísar til fyrri samskipta Eflu verkfræðistofu við minjavörð vegna færslu á aðrennslispípu. Minnt er á aðgát við tóftir og aðrar skráðar fornleifar sem þarna eru, mæla skal og merkja vel hversu nálægt (9 m) þeim má fara.

2) Umhverfisstofnun, dagsett 24. maí 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsráð" og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar.

4.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október og 30. nóvember 2016 en samþykkti að lögð yrði fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla á fundi 26. apríl 2017. Tillagan er dagsett 14. júní 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Giljaskóli - lýsing og umferðarmál

Málsnúmer 2016120149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasvið sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi við Giljaskóla vegna umferðaröryggismála. Meðfylgjandi eru teikningar og kostnaðarmat.

Á fundinn komu Víkingur Guðmundsson og Steindór Ívar Ívarsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og kynntu málið.
Skipulagsráð þakkar Víkingi og Steindóri fyrir kynninguna.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. október 2012 að leggja fram tillögu að deiliskipulagi eignarlandsins Hesjuvellir landnúmer 212076. Heimilt verði að reisa eitt íbúðarhús ásamt bílgeymslu, allt að 350 fermetrar að flatarmáli. Skipulagslýsing var auglýst 14. október 2015 og send til umsagnar. Skipulagsnefnd vísaði þann 11. nóvember 2015 athugasemdum sem þá bárust til umsækjanda til frekari skoðunar og úrvinnslu við gerð deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 6. júní 2017 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form og einnig er lögð fram athugun á fornleifum í sama landi dagsett í október 2016 og unnin af Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi.
Skipulagsráð frestar málinu.

7.Stekkjartún - umsókn um heimild til að deiliskipuleggja byggingu bílskýlis

Málsnúmer 2017060140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32-34 við Stekkjartún fyrir byggingu bílskýlis austast á lóðinni. Lengd skýlis yrði 52,70 m og breidd 5,95 m og mesta hæð 3,3 m.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Kjarnagata 51 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir hús nr. 2 og nr. 4 við Davíðshaga á lóðinni Kjarnagötu 51.

1) Byggingarreitir Davíðshaga 2 og 4 breikki um 0,6 m til suðurs þannig að inngangssvalir/stigahús verði innan byggingarreits.

2) Svalir íbúða við Davíðshaga 2 og 4 megi ná 2,0 m út fyrir byggingarreit í stað 1,6 m sem var hámark samkvæmt skipulagi.

3) Nýtingarhlutfall Davíðshaga 2 og 4 hækki úr 1,17 í 1,23.

4) Byggingarmagn bílgeymslu verði skilgreint sem nýtingarhlutfall og verði 0,2.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Davíðshagi 6 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017050043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 6 við Davíðshaga. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,79 í 1,05.

Lóðarstækkun á bifreiðastæðalóðum um 16,7 m² vegna bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða.

Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Lagðar eru fram tvær tillögur A og B sem eru dagsettar 28. júní 2017 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á bílastæðalóðum og nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga B verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

10.Davíðshagi 8 - umsókn um heimild til deiliskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017060142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um heimild til að gera eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Davíðshaga:

1) Fjöldi íbúða verði 22 íbúðir - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að byggja 12 eða fleiri íbúðir og ráðist fjöldi af kröfum um bílastæði. Gagnvart bílastæðafjölda er hægt að byggja 22 íbúðir.

2) Óskað er eftir að byggja alls 1615 m² á lóðinni sem gefur nýtinguna 0,826 - lóðin er 1954,9 m² og nýting 0,72 sem gefur 1407,5 m² byggingarmagn samkvæmt skilmálum.

3) Svalir íbúða gangi 1,9 m út fyrir byggingarreit - samkvæmt skilmálum er leyfilegt að fara 1,6 m út fyrir byggingarreit.

4) Byggingarreitur fyrir stigahús stækki um 0,6 m til norðurs.

5) Mesta vegghæð verði 11,1 m og mesta hæð verði 11,9 m - samkvæmt skilmálum eru þessar hæðir 10,3 m og 11,1 m. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr., eða 2. mgr. 43. gr. eða 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Goðanes 12 - heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Þríforks ehf., kt. 650713-0790, sækir um heimild til að deiliskipuleggja breytingar á lóð nr. 12 við Goðanes.

1) Stækka byggingarreit en nýtingarhlutfall verður það sama, þ.e. 0,3 en byggð verði 3 hús á lóðinni.

2) Fjölga innkeyrslum inn á lóðina og færa þær eldri til en alls verða því 4 innkeyrslur inn á lóðina í stað tveggja. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Margrétarhagi 3 og 5 - fyrirspurn um breytingu í parhúsalóð

Málsnúmer 2017050127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason leggur inn fyrirspurn hvort hægt sé að breyta lóð nr. 3 eða lóð nr. 5 við Margrétarhaga í parhúsalóð. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 31. maí 2017 og óskaði umsagnar skipulagshöfundar. Umsögn Árna Ólafssonar, skipulagshöfundar er dagsett 7. júní 2017.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

13.Krókeyrarnöf 25 - fyrirspurn vegna undanþágu frá deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2017 þar sem Kollgáta ehf. fyrir hönd Gunnars Kristjáns Jónssonar leggur inn fyrirspurn um undanþágu frá ákvæðum í greinargerð deiliskipulags fyrir hús nr. 25 við Krókeyrarnöf. Húsið er eina húsið í götunni sem fellur undir húsagerð C2 Einbýlishús og vinnustofa. Í sérákvæðum fyrir húsið á bls. 9 segir, undir liðnum - Hönnun húsa og lóða- "Bygging skal vera steinsteypt, þ.e. ásýnd og heildaryfirbragð skal einkennast af steinsteyptum flötum, þó er leyfilegt að nota önnur efni í útveggjaklæðningu að hluta". Óskað er eftir leyfi til að klæða allt húsið með svartri timburklæðningu. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags, og öðrum sambærilegum erindum í hverfinu hefur verið synjað á þeim forsendum.

14.Gata sólarinnar 8 - breyting á skráningu

Málsnúmer 2017060125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2017 þar sem Guðbjartur Ellert Jónsson og Anna Lára Finnsdóttir sækja um breytingu á skráningu húss nr. 8 við Götu sólarinnar. Óskað er eftir að húsnæðið verði skráð sem atvinnuhúsnæði en ekki orlofshús eins og nú er. Húsnæðið mun verða leigt út til ferðamanna og umsókn liggur inni hjá sýslumanni fyrir því.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags að atvinnuhúsnæði sé á svæðum fyrir frístundahús.

15.Jaðarsvöllur, landmótun - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017060141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um að gera breytingu á deiliskipulagi Jaðarsvallar. Tilgangurinn er að hækka landið og móta brautir fyrir 9 holu æfingavöll á suðvesturhluta lóðarinnar.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr., eða 2. mgr. 43. gr. eða 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Árstígur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöð

Málsnúmer 2017040121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóðinni nr. 2 við Árstíg. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 10. maí 2017. Erindið var grenndarkynnt frá 16. maí með athugasemdafresti til 14. júní 2017. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

17.Hrísalundur 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum við húsið nr. 3 við Hrísalund. Sótt er um að stækka móttöku á suðurhlið í vestur og bæta við rými á austurhlið fyrir grindaþvott. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 10. maí 2017. Erindið var grenndarkynnt frá 17. maí með athugasemdafresti til 18. júní 2017. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

18.Forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða á þjóðvegum um Akureyri

Málsnúmer 2016010071Vakta málsnúmer

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.

Lögð voru fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar dagsett 22. maí 2017 ásamt svörum við athugasemdum ráðsins frá 31. maí 2017.
Lagt fram til kynningar.

19.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsett 19. júní 2017, þar sem tilkynnt er um kæru sem Halldóra K. Hauksdóttir leggur fram f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar. Kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 10. maí 2017, þar sem tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna Aðalstrætis 12b var hafnað. Þess er krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi. Úrskurðarnefndin óskar eftir að nefndinni verði send öll gögn varðandi málið innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins og er bæjaryfirvöldum gefinn kostur á að tjá sig um til sama tíma.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að veita umbeðnar upplýsingar og gera grein fyrir afstöðu Akureyrarkaupstaðar til kærunnar.

20.Stefna bæjarins varðandi kaup á fasteignum

Málsnúmer 2016030073Vakta málsnúmer

Erindið er fært í trúnaðarmálabók skipulagsnefndar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. júní 2017. Lögð var fram fundargerð 634. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. júní 2017. Lögð var fram fundargerð 635. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:13.