Skipulagsnefnd

185. fundur 20. ágúst 2014 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.VMA, Hringteigur 2 - deiliskipulag

Málsnúmer 2012121230Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 25. júní með athugasemdafresti til 6. ágúst 2014. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Umsögn Norðurorku barst 13. ágúst 2014 og eru engar athugasemdir gerðar.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward H. Huijbens V-lista mætti kl. 8:10

2.Raforkulög - umsögn vegna breytinga á kerfisáætlun

Málsnúmer 2014080039Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur birt til kynningar drög að breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 þar sem kveðið verður á með ítarlegum hætti, hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Óskað er eftir umsögn um drögin.

Skipulagsnefnd frestar málinu.

3.Hálönd - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014080061Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Sigurði Sigurðssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í 2. áfanga Hálanda. Um er að ræða neðstu götuna ásamt tengingu að hringtorgi við Hrímland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Gunnlaugsson.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við gatnagerð í 2. áfanga Hálanda og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd". Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins: Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

4.Glerárgata, Torfunefsbryggja - minnisvarði um Súluna EA 300

Málsnúmer 2014080059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2014 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, þar sem hann sækir um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir minnisvarða um Súluna EA-300 við dælustöðina í Hofsbót og jafnframt að skipulagsnefnd ákveði nákvæma staðsetningu. Minnismerkið hefur staðið við Torfunefsbryggju.
Jafnframt er þess óskað að við útfærslu deiliskipulags svæðisins við Torfunefsbryggju verði gert ráð fyrir stað fyrir minnisvarðann.

Skipulagsnefnd leggur til að minnisvarðanum verði komið fyrir austan dælustöðvar til bráðabirgða eða þangað til framkvæmdir hefjast við endanlegan frágang hafnarsvæðisins samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Í þeirri vinnu verði gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu minnisvarðans.

Nákvæm staðsetning til bráðabirgða verði ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og Hafnasamlag Norðurlands.

5.Grímseyjargata 2 og 2a - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2014070121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. júlí 2014 þar sem Eiður Gunnlaugsson f.h. Miðpunkts ehf, kt. 570293-2919, sækir um lóðirnar við Grímseyjargötu 2 og 2a og að þær verði sameinaðar lóð Norðlenska sem Miðpunktur ehf hefur til umráða.
Innkomin staðfesting á greiðslugetu frá Íslandsbanka.
Eiður Gunnlaugsson og Gunnlaugur Eiðsson f.h. Miðpunkts mættu á fundinn og kynntu hugmyndir félagsins um breytta uppbyggingu svæðisins.

Skipulagsnefnd þakkar Eiði og Gunnlaugi fyrir kynninguna.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

6.Grímseyjargata 2 og 2a - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2014070002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júní 2014 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands svf, kt. 600269-2089, sækir um lóðirnar við Grímseyjargötu 2 og 2a og að þær verði sameinaðar í eina lóð. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn frá Hafnasamlagi Norðurlands.

Skipulagsnefnd óskar eftir viðræðum við umsækjanda um hugsanlega aðra staðsetningu undir starfsemina.

7.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júní 2014 frá Hjalta Steinþórssyni hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar, þar sem farið er fram á endurupptöku á beiðni um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Aðalstrætis 12b, vegna synjunar skipulagsnefndar frá 11. júní 2014.

Skipulagsnefnd fellst á að grenndarkynna fyrirspurnina þar sem farið er fram á að breyta skilmálum lóðarinnar á þann veg, að heimilt verði að byggja fjölbýlishús með fjórum íbúðum í stað tveggja íbúða húss á tveimur hæðum eins og heimilt er í dag. Ekki verði gerð breyting á stærð byggingarreits sem er 9x13m. Óskað er eftir viðeigandi gögnum, sem byggja á skilmálum gildandi deiliskipulags er sýna drög að tillögu húss þ.e. grunnmyndir, útlit og sneiðingu sem endurspegla aðstæður gagnvart nánasta umhverfi sem síðar verði grenndarkynnt. Drögin verði einnig send Minjastofnun Ísland til umsagnar eins og ákvæði deiliskipulags segja til um.

8.Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði

Málsnúmer 2014030271Vakta málsnúmer

Innkomið svarbréf dagsett 8. ágúst 2014 frá Þórði Guðmundssyni forstjóra Landsnets vegna útsends bréfs Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar dagsetts 2. júlí 2014 þar sem óskað var eftir samráðsvettvangi um útfærslu flutningsleiða raforku um sveitarfélögin.
Fram kemur í bréfinu að Landsnet þakkar sveitarfélögunum það jákvæða framlag sem erindið felur í sér en telur ótímabært að fara í nákvæma vinnu við útfærslu á flutningsleiðum með jarðstrengjum þar sem nú þegar sé rannsóknarverkefni í gangi á vegum Landsnets varðandi lagningu 132 kV og 220 kV jarðstrengja á Íslandi.
Landsnet telur því rétt að bíða niðurstaðna sérfræðingahópsins áður en lengra er haldið. Þegar þær liggja fyrir er Landsnet reiðubúið til samráðs við sveitarfélögin.

Lagt fram til kynningar.

9.Lundargata 17 - kvörtun hverfisnefndar Oddeyrar

Málsnúmer 2014080031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júlí 2014 þar sem Jón Ingi Cæsarsson f.h. hverfisnefndar Oddeyrar, óskar eftir úrbótum vegna lélegs ástands lóðar og húss að Lundargötu 17 og að Akureyrarkaupstaður grípi þegar í stað til þeirra úrræða sem hægt er að beita í svona tilfellum.

Skipulagsstjóra falið að senda erindi til lóðarhafa þar sem farið verði fram á úrbætur vegna slæms ástands bæði lóðar og húss.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. júlí 2014. Lögð var fram fundargerð 503. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. ágúst 2014. Lögð var fram fundargerð 504. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.