Skipulagsnefnd

136. fundur 25. apríl 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 1-3 og 5-9, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011110159Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu lóðanna við Hólmatún 1-9 var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Þrjár athugasemdir bárust.
1) Benedikt Sigurðarson f.h. Búseta á Norðurlandi, dagsett 22. mars 2012.
2) Guðmundur Karl Tryggvason, Helga Árnadóttir, Halldór Sævar Guðbergsson og Sigurlaug Ásta Grétarsdóttir Hólatúni 22 og 24 dagsett 10. apríl 2012.
3) Hverfisnefnd Naustahverfis, dagsett 10. apríl 2012.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Hólmatún - athugasemdir og svör 25.4.2012".

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Hólmatún - athugasemdir og svör 25.4.2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista óskar bókað: Ég tek undir gagnrýni hverfisnefndar Naustahverfis og vil því bóka mótmæli við tillögunni.

2.Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012010232Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna Bústólpa ehf. og Hafnarsamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting sem staðfest var í B-deild Stjórnartíðinda 23. mars 2012, þar sem hafnarsvæðið er stækkað lítillega til vesturs.
Tillagan var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ábending barst frá framkvæmdadeild um niðurfellingu á bílastæðum næst Hjalteyrargötu þar sem bílastæðin kalla á færslu götunnar lítillega til suðurs.

Skipulagsnefnd samþykkir að fækka bílastæðum um 4 næst Hjalteyrargötunni og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

3.Gata mánans 4 - fyrirspurn um stækkun húss

Málsnúmer 2012030136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett. 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs. Næstu nágrannar eru jákvæðir gagnvart umbeðinni breytingu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Rangárvellir - deiliskipulagsbreyting á reit 1.42.10 I

Málsnúmer 2011040021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi.
Tillagan var auglýst þann 15. febrúar og var athugasemdafrestur til 28. mars 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Ein athugasemd barst.
1) Hildur Hrólfsdóttir f.h. Landnets hf. vekur athygli á eftirfarandi þáttum:
a) Stæða nr. 602 í Kröflulínu stendur innan girðingar á lóð Gámafélagsins og mjög nærri fyrirhugaðri veglínu. Landsnet gerir kröfu um að öryggi stæðunnar verði tryggt gagnvart umferð um svæðið.
b) Lögð er áhersla á að helgunarsvæði línunnar verði virt, vegna öryggis þeirra sem um lóðina fara og rekstraröryggis línunnar.
Umsögn barst í tölvupósti 5. mars 2012 frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.

Ekki eru ráðgerðar neinar breytingar á helgunarsvæði línunnar í tillögunni. Lóðarhafa ber að tryggja öryggi stæðunnar nr. 602 gagnvart umferð innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

5.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 2011100003Vakta málsnúmer

Þann 2. október s.l. var aðildarsveitarfélögum svæðisskipulagsins send til umsagnar, með vísan til 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu "Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023" ásamt fylgiriti þar sem gerð var grein fyrir helstu forsendum væntanlegrar skipulagstillögu. Þrjú sveitarfélög gerðu athugasemdir við nokkra þætti lýsingarinnar. Tekið hefur verið tillit til hluta þeirra í meðfylgjandi gögnum og gerð er grein fyrir afgreiðslu þeirra efnisþátta sem ekki þótti ástæða til að færa inn í væntanlega skipulagstillögu.
Samvinnunefndin óskar eftir athugasemdum við meðfylgjandi gögn.

Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að kafli um sorpmál verði endurskoðaður og að í lýsingunni komi fram stefna um hvernig sorpmálum verði háttað á svæðinu til lengri tíma litið og að gerðar verði tillögur um urðunarstað og meðhöndlun úrgangs í svæðisskipulaginu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt þannig breytt í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áheyrnarfulltrúar B-lista, D-lista og S-lista óska bókað: Við leggjum til að afgreiðslu málsins verði frestað,  það unnið betur og m.a. tekið tillit til athugasemda skipulagsstjóra.

6.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags (SN090099)

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðun á deiliskipulagi Fjörunnar og Innbæjarins. Tillagan er dagsett 25. apríl 2012 og unnin af Kollgátu ehf.
Skipulagslýsing dagsett 14. desember 2011, var kynnt frá 28. desember til 23. janúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir að halda opinn kynningarfund um tillöguna fimmtudaginn 10. maí nk. kl. 17:00 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu.
Afgreiðslu málsins er frestað.

7.Aðalstræti 30 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012030235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2012 þar sem Stefán Jóhannesson eigandi Aðalstrætis 30 óskar eftir að stækka byggingarreit á lóð sinni til vesturs og að hluta til suðurs. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Erindinu er vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum.

8.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, sækir um byggingarleyfi fyrir hús af stærðinni 10x14m eða að flatarmáli 140m2 á lóðinni við Aðalstræti 12b. Nánari skýringar um eldri málsatvik og úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála er í meðfylgjandi bréfi.

Deiliskipulagsafmörkun í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 12b er ekki sú sama og fyrir lóðina sem eigandi lóðarinnar Aðalstræti 12b, Nýr morgun ehf., keypti og var því ekki hægt að heimila byggingu af þeirri stærð sem óskað var eftir. Sótt var um deiliskipulagsbreytingu sem skipulagsnefnd synjaði. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hnekkti synjun skipulagsnefndar um þá breytingu. Samkvæmt ofangreindu er deiliskipulagsbreyting forsenda þess að hægt sé að byggja á umræddri lóð þar sem núgildandi deiliskipulag sýnir stærri lóð en eigandinn á. Samkvæmt lóðarblaði sem er í samræmi við skikann sem keyptur var, er byggingarreitur skilgreindur 9x13m.

Samkvæmt meðfylgjandi bréfi er óskað eftir stærri byggingarreit eða 10x14m en af því leiðir að gera þarf breytingu á núgildandi deiliskipulagi sem nú er í vinnslu svo og vegna breytingar á lóðarmörkum.

Afgreiðslu erindisins er frestað og því vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum.

9.Hofsbót - fyrirspurn um smáhýsi fyrir skemmtisiglingar

Málsnúmer 2012030058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús við Hofsbót fyrir skemmtisiglingar. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd.
Eftirfarandi var fært til bókar á stjórnarfundi Hafnarsamlags Norðurlands mánudaginn 16. apríl 2012 og tilkynnist hér með.
"Hofsbót, fyrirspurn um smáhýsi.
Í bréfi dags. 15. mars 2012 óskaði skipulagsnefnd eftir umsögn hafnarstjórnar vegna fyrirspurnar um leyfi til að setja upp aðstöðuhús/smáhýsi á hafnarsvæðinu í Hofsbót í tengslum við skemmtisiglingar á Pollinum, samanber meðfylgjandi gögn. Stjórn HN gerir ekki athugasemdir við að komið verði upp umræddri aðstöðu."

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á útliti og frágangi hússins. Staðsetning aðstöðuhússins verði skv. tillögunni sem sýnir húsið nær lóð Strandgötu 14 (Átaks).

10.Súluvegur - metangasleiðsla

Málsnúmer 2012030261Vakta málsnúmer

Í framhaldi af munnlegri fyrirspurn Norðurorku um leyfi til að leggja metangaslögn frá gömlu sorphaugunum á Glerárdal að hreinsistöð sem staðsett yrði við vatnsgeymi Norðurorku við Súluveg, sendi skipulagssstjóri fyrirspurn til Skipulagsstofnunar þann 30. mars 2012 þar sem óskað var eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvort merkja þurfi gaslögn frá urðunarstað á Glerárdal að hreinsistöðinni inná aðalskipulagsuppdrætti. Lögnin mun liggja um 12 m frá Súluveginum sunnanverðum og meðfram honum frá urðunarstað að vatnsgeymi þar sem hreinsistöðin mun standa.

Innkominn tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2012 frá Skipulagsstofnun. Niðurstaða stofnunarinnar er sú að ekki er talin þörf á að breyta aðalskipulagi vegna framkvæmda við lögnina þar sem svipaðar lagnir sem tilheyra dreifikerfum annarra veitukerfa eru ekki háðar aðalskipulagsákvæðum, en gera þarf deiliskipulag vegna staðsetningar hreinsi- og afgreiðslustöðvar.

Stofnunin bendir einnig á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Akureyrarbæjar, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Súluvegur - metangasleiðsla NO - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2012040032Vakta málsnúmer

Mannvit ehf. fh. Norðurorku hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 1. apríl 2012 um framkvæmd vegna fyrirhugaðrar metangasleiðslu meðfram Súluvegi, skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er óskað eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangredum lögum.
Umsögnin skal send Skipulagsstofnun fyrir 24. apríl 2012.

Skipulagsnefnd telur að framkvæmdir vegna lagningar metangasleiðslu og rask henni fylgjandi séu óverulegar og afturkræfar og skulu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. 

12.Höfðahlíð 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2012020189Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2012 þar sem Finnur Dagsson f.h. Guðjóns Þórs Tryggvasonar óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús sitt að Höfðahlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Finn Dagsson.
Tillagan var grenndarkynnt þann 2. mars og lauk 30. mars 2012.
Samþykki barst frá eiganda Höfðahlíðar 10.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Björn Gestsson og Elva Eir Þórólfsdóttir Áshlíð 2, dagsett 26. mars 2012.
a) Telja að bílgeymslan ætti að vera með innkeyrslu frá Höfðahlíð.
b) Bílgeymsla skyggir á sólpall og skerðir útsýn.
c) Telja bílgeymsluna vera of háa og stóra og ekki í takt við nánasta umhverfi.
d) Hæðarmunur verði á lóðamörkunum og gluggar snúi að sólpalli.
e) Telja að bílgeymslan rýri verðgildi eignar þeirra.
2) Sigtryggur Guðlaugsson og Hulda A. Jóhannesdóttir Áshlíð 4, dagsett 30. mars 2012.
Þau benda á að aðkoman ætti að vera frá Höfðahlíð og að nóg pláss sé fyrir bílaplan austan við húsið og bílgeymslu einnig.
Benda á slysahættu vegna bíla sem lagt er í Áshlíðinni þar sem þeir standa mjög nálægt gatnamótunum.
Telja að fleiri aðilar við Áshlíð hefðu átt að fá grenndarkynningu.

Afgreiðslu erindisins er frestað og athugasemdum vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag Holta- og Hlíðahverfis sem nú er í vinnslu.

13.Kleifargerði 4 - umsókn um leyfi fyrir sólskála

Málsnúmer 2012030087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Tómas Búi Böðvarsson f.h. Tómasar Sæmundssonar óskar eftir grenndarkynningu á fyrirhugaðri byggingu sólskála við húsið að Kleifargerði 4. Meðfylgjandi eru teikningar.
Tillagan var grenndarkynnt þann 15. mars og lauk 12. apríl 2012. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

14.Frostagata 2b - umsókn um breytt nýtingarhlutfall lóðar

Málsnúmer 2012030214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. lóðarhafa að Frostagötu 2b, Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf., kt. 410604-3880, óskar eftir að breyta nýtingarhlutfalli lóðarinnar að Frostagötu 2b. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

15.Brekatún 2. - Byggingarleyfi.

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir 12 mánaða fresti umfram þegar gefinn frest til að gera bygginguna við Brekatún 2, 600 Akureyri, fokhelda og klára utanhúss frágang.

Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdafrestur vegna framkvæmda við lóðina Brekatún 2 verði framlengdur til 1. maí 2013.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. mars 2012. Lögð var fram fundargerð 391. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum.

Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. apríl 2012. Lögð var fram fundargerð 392. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. apríl 2012. Lögð var fram fundargerð 393. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.