Bæjarstjórn

3440. fundur 18. september 2018 kl. 16:00 - 18:30 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Gunnar Gíslason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

Í upphafi fundar bauð forseti Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra velkomna á fyrsta fund sinn í bæjarstjórn.

Forseti leitaði afbrigða til að breyta röð dagskrárliða þannig að liður 11 í úsendri dagskrá, Íbúalýðræði, verði númer 10 og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram lausnarbeiðni Þorgeirs Rúnars Finnssonar varabæjarfulltrúa L-lista og aðalmanns í barnaverndarnefnd vegna flutnings úr bæjarfélaginu.


Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:

Maron Pétursson tekur sæti aðalmanns í stað Þorgeirs Rúnars Finnssonar. Róbert Freyr Jónsson tekur sæti varamanns í stað Matthíasar Rögnvaldssonar.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Þorgeirs Rúnars Finnssonar með 11 samhljóða atkvæðum.


Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa L-lista í Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarkaupstaðar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur. Halla Björk Reynisdóttir tekur sæti varamanns í stað Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 - árshlutauppgjör

Málsnúmer 2018080707Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar til júní 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2018 til umræðu í bæjarstjórn.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og fór yfir helstu atriði uppgjörsins.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 5,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti helstu atriði viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Kostnaður við færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Lögð fram endurskoðuð drög að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. júlí 2018. Einnig lögð fram drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Gunnar Gíslason D-lista leggur til breytingu á 1. málsgrein 6. greinar reglnanna þannig að Akureyrarbær greiði kostnað við allar lagnir sem eru yngri en 10 ára en ekki 7 ára.

Tillagan er felld með 3 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista og Hildu Jönu Gísladóttur S-lista gegn tveimur atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir reglur um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. Enn fremur er bæjarlögmanni falið að skrifa undir samkomulag milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg. Þá er bæjarlögmanni falið að gera viðauka við samning um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar dagsettan 31. desember 2013.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.


Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og fór yfir forsögu tilurðar reglnanna og helstu þætti þeirra.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar með 10 atkvæðum. Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

6.Brekatún 4-14 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050144Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. júlí 2018:

Á fundi skipulagsráðs 11. október 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar til að byggja 12 bíla bílskúrsbyggingu norðan lóðarinnar Brekatún 4-14. Nú er lögð fram tillaga að breytingu sem felst í að lóð Brekatúns 4-14 stækkar til norðvesturs, afmarkaður er byggingarreitur fyrir 12 bílageymslur og lóðin Brekatún 2 minnkar um 28,5 m². Fram kemur að haft hafi verið samráð við húsfélag Brekatúns 2 vegna minnkunar lóðarinnar.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki eigenda Brekatúns 2 liggur fyrir.


Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. september 2018:

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. september sl. í máli nr. 66/2017 vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 10. maí 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna lóðar nr. 12b við Aðalstræti. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að skipulagsráð hafi ekki haft vald til að synja deiliskipulagsbreytingunni heldur eingöngu að koma með tillögu að afgreiðslu til bæjarstjórnar. Það hefur því ekki verið tekin lokaákvörðun í málinu og þarf bæjarstjórn því að taka málið til efnislegrar afgreiðslu.


Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar telur skipulagsráð æskilegt að endurskoða samþykkt um skipulagsráð og hugsanlega einnig bæjarmálasamþykkt Akureyrar. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs jafnframt að undirbúa mál deiliskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Aðalstræti 12b fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Ekki eru taldar forsendur til þess að breyta afstöðu skipulagsráðs og er mælt með því að bæjarstjórn hafni deiliskipulagsbreytingunni með vísun í innkomnar athugasemdir.


Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að hafna deiliskipulagsbreytingunni með vísun í innkomnar athugasemdir.

8.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags 3. áfanga

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. september 2018:

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn að lokinni auglýsingu þann 19. júlí sl. með minniháttar breytingum eftir auglýsingu. Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar dagsett 31. ágúst 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við að birt verði auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en með fyrirvara um lagfæringar á gögnum. Er tillagan nú lögð fram með þeim breytingum að hæðarkótum húsa hefur verið bætt inn á skipulagsuppdrátt, misræmi í texta lagfært auk þess sem bætt hefur verið við skýringaruppdrætti með þversniðum í landið. Þessu til viðbótar óskar umsækjandi eftir að gerð verði minniháttar breyting á kafla 1.9.4 í greinargerð varðandi útlit og byggingarefni húsa á svæðinu.


Skipulagsráð mælir með að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með minniháttar breytingum sem tilgreindar hafa verið og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku þess skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Þá samþykkir skipulagsráð að heimila sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á svæðinu þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda og borist hafa fullnægjandi hönnunargögn.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.


Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Akureyrarflugvöllur

Málsnúmer 2018010214Vakta málsnúmer

Umræða um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og þýðingu hennar fyrir ferðaþjónustu sem og samfélagið allt.

Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og reifaði nokkra þætti varðandi möguleika Akureyrarflugvallar til að sinna millilandaflugi og áhrif þess, bæði fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og fyrir samfélagið í heild.

Í umræðum tóku einnig til máls Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir og Gunnar Gíslason (í annað sinn), Andri Teitsson, Hlynur Jóhannsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að ríkisstjórnin ásamt Isavia ohf. leggi fram áætlun um framtíðaruppbyggingu á Akureyri með tvennt að markmiði: að opna nýja gátt inn í landið hið fyrsta til að auka ferðaþjónustu utan suðvesturhornsins og að tryggja varavöll fyrir hina miklu flugstarfsemi í Keflavík. Nú þegar blikur eru á lofti í ferðaþjónustunni er brýnt að stjórnvöld sýni að þeim sé full alvara í að byggja upp ferðaþjónustu sem atvinnugrein um allt land til framtíðar.

10.Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu - skýrsla starfshóps forsætisráðherra

Málsnúmer 2018090194Vakta málsnúmer

Umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu.

Hilda Jana Gísladóttir hóf umræðuna og ræddi m.a. traust almennings á ýmsum stofnunum samfélagsins og áhrif þess á lýðræðið, gagnsæi stjórnsýslu, upplýsingamiðlun og íbúasamráð.

Í umræðum tóku einnig til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar þakkar fyrir vandaða skýrslu og telur að í henni sé að finna ýmsar tillögur og útfærslur sem nýst geti sveitarstjórnarstiginu til að efla traust á stjórnmálum. Bæjarstjórn vísar skýrslunni til nánari umræðu í bæjarráði. Bæjarstjórn Akureyrar harmar hins vegar að í tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu sé engin umræða og engar tillögur um bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga og skorar á forsætisráðherra að koma fram með áþreifanlegar tillögur sem hægt er að setja í ferli með það að augnamiði að bæta samvinnu ríkis og sveitarfélaga, landsmönnum öllum til heilla.

11.Íbúalýðræði

Málsnúmer 2018090188Vakta málsnúmer

Umræða um hvernig auka megi lýðræðislega þátttöku íbúa.

Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og nefndi meðal annars nokkrar mögulegar leiðir til íbúasamráðs og þátttöku íbúa í umfjöllun um málefni sveitarfélagsins. Einnig tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn).
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að taka markviss skref í átt til aukins þátttökulýðræðis í samræmi við eina af þeim tillögum sem unnar voru af Vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu fyrir bæjarstjórn árið 2016. Fyrstu skrefin í verkefninu verði að leita samstarfs við önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga við að móta aðgerðaráætlun en í kjölfarið verði fyrstu verkefnum hrint í framkvæmd.

12.Vistorka - staða, hlutverk og framtíðarsýn

Málsnúmer 2018090196Vakta málsnúmer

Umræða um málefni Vistorku ehf. að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista f.h. minnihluta bæjarstjórnar.

Gunnar Gíslason hóf umræðuna og reifaði árangur af starfsemi Vistorku ehf. og þörf á að skerpa enn frekar hlutverk Vistorku ehf. og áherslur bæjarins í umhverfismálum.

Í umræðum tóku einnig til máls Andri Teitsson, Dagbjört Pálsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:

Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði. Bæjarstjórn samþykkir því að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.

13.Bæjarstjórn áætlun um fundi

Málsnúmer 2017050158Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að næsti fundur bæjarstjórnar, sem er á dagskrá 2. október nk., verði haldinn í fundarsal á 1. hæð Ráðhúss.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 6. og 13. september 2018
Bæjarráð 13. september 2018
Frístundaráð 5. september 2018
Fræðsluráð 3. september 2018
Skipulagsráð 12. september 2018
Stjórn Akureyrarstofu 6. og 13. september 2018
Velferðarráð 5. september 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:30.