Bæjarráð

3608. fundur 13. september 2018 kl. 08:15 - 11:05 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þórhallur Jónsson
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 - árshlutauppgjör

Málsnúmer 2018080707Vakta málsnúmer

Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar til júní 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2018 til umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 11.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 5,2 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Lýsa - rokkhátíð samtalsins

Málsnúmer 2018080113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2018 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá Akureyrarbæ fyrir LÝSU-rokkhátíð samtalsins sem var í Hofi dagana 7. og 8. september. Óskað er eftir styrk að upphæð 1 milljón króna til kynningar á hátíðinni fyrir almenna gesti. Kynningin var á landsvísu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 1 milljón króna sem færist af styrkveitingum bæjarráðs.

4.Kostnaður við færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð drög að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. júlí 2018. Einnig lögð fram drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Gíslason D-lista leggur til breytingu á 1. málsgrein 6. greinar reglnanna þannig að Akureyrarbær greiði kostnað við allar lagnir sem eru yngri en 10 ára en ekki 7 ára.

Tillagan er felld með 3 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista og Hildu Jönu Gísladóttur S-lista gegn tveimur atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir reglur um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. Enn fremur er bæjarlögmanni falið að skrifa undir samkomulag milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg. Þá er bæjarlögmanni falið að gera viðauka við samning um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar dagsettan 31. desember 2013.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

5.Blesagata 7 og 8 - lóðamörk

Málsnúmer 2017090208Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2018 frá Ólafi Rúnari Ólafssyni hrl. fyrir hönd Ingþórs Arnars Sveinssonar þar sem farið er fram á endurupptöku og efnislega umfjöllum um ákvörðun skipulagsráðs varðandi færslu lóðamarka við Blesagötu 7 og 8 í hesthúsahverfinu Breiðholti.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna heimild til endurupptöku málsins.

6.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsettur 4. september 2018, í máli nr. 66/2017 þar sem kærð var ákvörðun skipulagsráðs Akureyrarbæjar frá 10. maí 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna lóðar nr. 12b við Aðalstræti á Akureyri. Í úrskurðinum er lagt fyrir bæjarstjórn Akureyrar að taka umsókn kæranda um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að gera tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samkvæmt athugasemdum í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

7.Eyþing - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018090116Vakta málsnúmer

Rætt um dagskrá og lagabreytingatillögur sem lagðar verða fram á aðalfundi Eyþings sem haldinn verður í Mývatnssveit dagana 21. og 22. september nk.

8.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 307. fundar stjórnar Eyþings dagsett 28. ágúst 2018. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018030432Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 31. ágúst 2018. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 11:05.