Bæjarstjórn

3373. fundur 05. maí 2015 kl. 16:00 - 18:47 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Jóhann Gunnar Sigmarsson L-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Jóhann Gunnar Sigmarsson L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.

1.Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða við gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði sé yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.
Verkfræðistofan Efla ehf., hefur unnið aðgerðaráætlun sem byggir á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu, Ólafur Daníelsson verkfræðingur, kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar Ólafi fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Lögð fram aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 24. apríl 2015:
Lögð fram aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Bæjarstjórn samþykkti þann 17. mars 2015 aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og var tillagan auglýst í fjórar vikur frá 25. mars til 22. apríl 2015.
Engar athugasemir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Golfklúbbur Akureyrar, Jaðar - breyting á deiliskipulagi, byggingarreitur vélageymslu

Málsnúmer 2015040056Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Erindi dagsett 13. apríl 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á byggingarreit við vélageymslu á Jaðri. Tillagan er unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni dagsett 29. apríl 2015. Jákvæð umsögn Fasteigna Akureyrarbæjar og Norðurorku liggur fyrir.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreitum fyrir vélageymslu og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Brekkuskóli og nágrenni - umsókn um deiliskipulagsbreytingu á sundlaugarsvæði

Málsnúmer 2015040173Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.
Breytingarnar sem sótt er um ná yfir norðvesturhluta laugarsvæðis Sundlaugar Akureyrar og felast í því að byggingarreitur vestan við vaðlaug er breikkaður um 6.0 m til vesturs og hámarksheildarhæð á rennibrautarmannvirki er 14.5 m yfir yfirborðshæð laugarsvæðis.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri

Málsnúmer 2005080075Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Fulltrúar vinnuhóps um endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri hafa lokið vinnu við endurskoðun reglnanna og leggja fram tillögu að Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu með breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - breyting á deiliskipulagi BA, tjaldsvæði

Málsnúmer 2015010216Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nota neðsta hluta lóðarinnar Hlíðarfjallsvegar 11 sem tjaldsvæði og/eða bílastæði ásamt stöðuleyfi fyrir snyrtingagámum samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf.
Innkomin yfirlýsing dagsett 17. apríl 2015 frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem fram kemur að félagið hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd á uppbyggingu tjaldsvæðisins og vegalangingu og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
Einungis er um að ræða breytingu á notkun austasta hluta lóðar BA undir tjaldsvæði vegna viðburða og tengingu við hana og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Fyrir liggur yfirlýsing frá Hestmannafélaginu Létti sem ekki gerir athugasemd við framkvæmdina um uppbyggingu tjaldsvæðis innan lóðar BA og þar með talda veglagningu að tjaldsvæðinu sem liggur samhliða reiðleið.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda - atvinnumálanefnd

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða atvinnumálanefndar.
Matthías Rögnvaldsson bæjarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 24. apríl 2015
Bæjarráð 24. og 30. apríl 2015
Framkvæmdaráð 17. og 24. apríl 2015
Skipulagsnefnd 29. apríl 2015
Skólanefnd 20. apríl 2015
Stjórn Akureyrarstofu 16. apríl 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 17. apríl 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:47.