Bæjarstjórn

3455. fundur 21. maí 2019 kl. 16:00 - 16:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Hlynur Jóhannsson
 • Andri Teitsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Heimir Haraldsson
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
Dagskrá
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 6. lið í auglýstri dagskrá, Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs, vegna forfalla formanns ráðsins. Var það samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. maí 2019:

Lagður fram viðauki 3.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að upphæð kr. 206 milljónir með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.

Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Kortlagning hávaða - aðgerðaáætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2018-2023 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og var haft samráð við Vegagerðina og Isavia við gerð hennar. Aðgerðaáætlunin var kynnt með auglýsingu dagsettri 3. apríl 2019 með fresti til að senda inn ábendingar til 1. maí 2019.

Tvær ábendingar bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram ásamt aðgerðaáætluninni.

Að mati skipulagsráðs gefa fyrirliggjandi ábendingar ekki tilefni til breytinga á aðgerðaáætluninni og er lagt til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt óbreytt. Skipulagssviði er falið að svara ábendingunum.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.

Halla Björk Reynisdóttir bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

4.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar - Skipagata 12

Málsnúmer 2019030287Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Á fundi skipulagsráðs 27. mars 2019 var tekið fyrir erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað var eftir heimild til ýmissa breytinga á húseigninni sem fela í sér breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir ítarlegri gögnum um ytra útlit og nýtingu hússins. Eru nú lögð fram ný gögn sem sýna fyrirhugað útlit hússins eftir breytingar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Er skipulagssviði falið að sjá um framkvæmdina þegar endanleg gögn liggja fyrir.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Gróðrarstöðin í Kjarnaskógi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010310Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi sem felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins, auk nokkurra annarra minni breytinga. Var tillagan auglýst 20. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2019. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að lóð Sólskóga stækki til vesturs yfir núverandi og fyrirhugað ræktunarsvæði. Að mati ráðsins er ekki um grundvallarbreytingu á deiliskipulaginu að ræða og er því ekki talin þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Bensínstöðvar - fjöldi og staðsetning

Málsnúmer 2019050425Vakta málsnúmer

Umræður um stefnu bæjarins um fjölda og staðsetningu bensínstöðva í bæjarlandinu.

Málshefjandi er Sóley Björk Stefánsdóttir.

Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn) og Andri Teitsson.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 2. og 8. maí 2019
Bæjarráð 9. og 16. maí 2019
Frístundaráð 3. og 16. maí 2019
Fræðslunefnd 6. maí 2019
Fræðsluráð 6. maí 2019
Kjarasamninganefnd 26. apríl 2019
Skipulagsráð 15. maí 2019
Stjórn Akureyrarstofu 16. apríl 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 8. og 17. maí 2019
Velferðarráð 8. maí 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:20.