Skipulagsráð

315. fundur 15. maí 2019 kl. 08:00 - 11:35 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

Formaður ráðsins bar upp tillögu um að taka mál nr. 14 í útsendri dagskrá, Hafnarstræti 80 - framlenging á byggingarfresti, út af dagskrá og var það samþykkt.

1.Íbúa- og atvinnuþróun á Akureyri - rannsóknarverkefni

Málsnúmer 2018030138Vakta málsnúmer

Bjarki Jóhannesson arkitekt kynnti niðurstöður rannsóknar um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á atvinnulíf og búsetu á Akureyri.
Skipulagsráð þakkar Bjarka Jóhannessyni fyrir kynninguna.

2.Oddeyri - deiliskipulag íbúðasvæðis

Málsnúmer 2018030336Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2018 var samþykkt að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Strandgötu, Glerárgötu og Eiðsvallagötu og á fundi 29. ágúst sama ár var samþykkt að útvíkka skipulagsmörkin þannig að þau nái yfir alla núverandi íbúðabyggð á Oddeyri.

Vinna við húsaskráningu á svæðinu og gerð forsendna fyrir skipulagsvinnunni hófst sumarið 2018 og er nú lögð fram tillaga að húsaskráningu svæðisins ásamt tillögu að forsendum fyrir gerð deiliskipulags sem unnar eru af Bjarka Jóhannessyni arkitekt sem kom á fundinn og kynnti tillögurnar.
Skipulagsráð þakkar Bjarka Jóhannessyni fyrir kynninguna og samþykkir að senda fyrirliggjandi gögn til umsagnar Minjastofnunar Íslands og Minjasafnsins á Akureyri.

3.Oddeyri - deiliskipulag athafnasvæðis neðan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2018030400Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lýsingu deiliskipulags sem afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Laufásgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði og að hluta íbúðarsvæði. Er svæðið einnig skilgreint sem þróunar- og þéttingarsvæði sem felur í sér að gert er ráð fyrir töluverðri endurnýjun með heimild til að vera með íbúðir á efri hæðum.
Afgreiðslu frestað.

4.Kortlagning hávaða - aðgerðaáætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2018-2023 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og var haft samráð við Vegagerðina og Isavia við gerð hennar. Aðgerðaáætlunin var kynnt með auglýsingu dagsettri 3. apríl 2019 með fresti til að senda inn ábendingar til 1. maí 2019.

Tvær ábendingar bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram ásamt aðgerðaáætluninni.
Að mati skipulagsráðs gefa fyrirliggjandi ábendingar ekki tilefni til breytinga á aðgerðaáætluninni og er lagt til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt óbreytt. Skipulagssviði er falið að svara ábendingunum.

5.Geirþrúðarhagi 6 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi, vegna stækkunar bílastæða

Málsnúmer 2019050171Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Haraldi Árnasyni dagsett 17. apríl 2019, fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Geirþrúðarhaga 6. Er óskað eftir að bílastæði verði stækkuð um 1,5 m til vesturs og að bil milli bílastæðalóða verði 3 m í stað 8 m. Er gert ráð fyrir að sett verði snjóbræðsla í göngustíg meðfram bílastæðum. Þá er einnig óskað eftir að hæðarkótar verði eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu og þá með þeim formerkjum að hefðbundið frávik /- 25 sm gildi áfram.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga að mati ráðsins og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana með vísun í heimild 2. ml. 3. mgr. 44. gr. laganna. Er skipulagssviði falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar endanleg gögn liggja fyrir frá umsækjanda.

6.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.

7.Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2019040298Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Búvís ehf., kt. 590106-1270, og VN Fasteigna ehf., kt. 611107-0480, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51. Var málinu frestað á fundi skipulagsráðs 24. apríl sl.

Lögð er fram umsögn Hafnasamlags Norðurlands dagsett 8. maí 2019.
Skipulagsráð heimilar umsækjendum að láta vinna að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi sem felur í sér breytingar á afmörkun byggingarreita, hæð húsa, nýtingarhlutfall, fjölda bílastæða, afmörkun umferðarsvæðis að austan og nýrri inn/útkeyrslu. Ekki er heimiluð breyting sem felur í sér að heimilt verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Gránufélagsgötu og Grímseyjargötu.

8.Eyrarlandsvegur 31 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050172Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 24. apríl 2019 var samþykkt að heimila eiganda Eyrarlandsvegar 31 að láta vinna breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar. Er tillaga að breytingu nú lögð fram sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt allt að 250 m² hús í staðinn. Þar sem í gildi er hverfisvernd sem nær til lóða 27-35 er í skilmálum kveðið á um að nýtt hús verði að taka mið af útliti núverandi húss og falli inn í götumyndina. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að gera bílastæði á lóðinni með aðkomu frá Barðstúni.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir bindandi byggingarlínu meðfram Eyrarlandsvegi. Verður tillagan send til umsagnar Minjastofnunar Íslands og Minjasafnsins á Akureyri.

9.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar - Skipagata 12

Málsnúmer 2019030287Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 27. mars 2019 var tekið fyrir erindi Ágústs Hafsteinssonar arkitekts, f.h. eiganda Skipagötu 12, BRG 2017 ehf., kt 410915-1460, þar sem óskað var eftir heimild til ýmissa breytinga á húseigninni sem fela í sér breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar. Var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir ítarlegri gögnum um ytra útlit og nýtingu hússins. Eru nú lögð fram ný gögn sem sýna fyrirhugað útlit hússins eftir breytingar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Er skipulagssviði falið að sjá um framkvæmdina þegar endanleg gögn liggja fyrir.

10.Gróðrarstöðin í Kjarnaskógi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010310Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi sem felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins, auk nokkurra annarra minni breytinga. Var tillagan auglýst 20. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2019. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að lóð Sólskóga stækki til vesturs yfir núverandi og fyrirhugað ræktunarsvæði. Að mati ráðsins er ekki um grundvallarbreytingu á deiliskipulaginu að ræða og er því ekki talin þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

11.Miðhúsavegur 4 - lóðarstækkun

Málsnúmer 2019030022Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju bréf Jóns Björnssonar, framkvæmdastjóra Verkvals ehf., kt. 530887-1709, dagsett 25. mars 2019, þar sem óskað er eftir endurskoðun ákvörðunar skipulagsráðs frá 13. mars sl. um að hafna ósk um stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4 um 30 m til austurs og heimildar til að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á lóðinni. Er nú óskað eftir að lóðin verði stækkuð um 15 m til austurs í stað 30 m auk heimildar til byggingar á nýju atvinnuhúsnæði til að hýsa núverandi tækjakost fyrirtækisins. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 24. apríl 2019.
Fram komu tvær tillögur að afgreiðslu og voru þær bornar upp til atkvæða.Fyrri tillaga:

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði breyting á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á athafnasvæði merkt AT13 til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem stækkun lóðarinnar mun ekki hafa áhrif á aðra en umsækjendur og Akureyrarbæ.

Meirihluti skipulagsráðs gerir jafnframt ekki athugasemd við byggingu á nýju húsi á svæðinu en frestar afgreiðslu þess hluta erindisins þar til búið er að stækka lóðina og lögð hefur verið fram umsókn um byggingarleyfi ásamt teikningum.

Tillagan var felld með þremur atkvæðum Tryggva Más Ingvarssonar B-lista, Orra Kristjánssonar S-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista gegn tveimur atkvæðum Helga Snæbjarnarsonar L-lista og Ólafs Kjartanssonar V-lista.Seinni tillaga:

Að mati skipulagsráðs hafa forsendur ákvörðunar um að hafna lóðarstækkun ekki breyst þar sem ekki er talið æskilegt að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi frá því sem nú er á þessu svæði.

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum Tryggva Más Ingvarssonar B-lista, Orra Kristjánssonar S-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista gegn einu atkvæði Helga Snæbjarnarsonar L-lista.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

12.Ásabyggð 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

Málsnúmer 2018040147Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Ásabyggð 11. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. apríl 2019 með fresti til athugasemda til 10. maí 2019. Engar athugasemdir bárust og liggur fyrir samþykki eigenda aðliggjandi lóðar, Ásabyggðar 13.
Skipulagsráð fellst á byggingu bílskúrs á lóðinni og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.Ásatún - erindi til skipulagsráðs vegna hraðaksturs

Málsnúmer 2019050124Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf húsfélags Ásatúns 12 dagsett 1. maí 2019 þar sem óskað er eftir að gripið verði til ráðstafana til að draga úr hraðakstri í götunni Ásatún.
Skipulagsráð vísar málinu til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

14.Byggingar fyrir fatlað fólk í fyrirhuguðu deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050123Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Laufeyjar Þórðardóttur starfandi sviðsstjóra búsetusviðs Akureyrarbæjar dagsett 6. maí 2019 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir byggingum fyrir fatlað fólk með verulegar stuðningsþarfir þegar unnið er að gerð deiliskipulags innan Akureyrarbæjar. Samkvæmt 10 ára áætlun búsetusviðs er þörf á byggingu 36 íbúða í 6 kjörnum til ársins 2028.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna í málinu með búsetusviði.

15.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Velferðarráð óskar eftir því að skipulagsráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að vinna aðgerðaáætlun í samræmi við stefnuna og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 719. fundar, dagsett 17. apríl 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 720. fundar, dagsett 26. apríl 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 721. fundar, dagsett 3. maí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 722. fundar, dagsett 8. maí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:35.