Bæjarstjórn

3451. fundur 19. mars 2019 kl. 16:00 - 18:40 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - samþykkt

Málsnúmer 2018120116Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. mars 2019:

Lagðar fram athugasemdir notendaráðs fatlaðs fólks, dagsettar 26. febrúar 2019, við drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar 2019 og samþykkti ráðið þá drögin fyrir sitt leyti og óskaði eftir umsögn notendaráðsins að nýju vegna þeirra breytinga sem gerðar höfðu verið frá fyrri drögum.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, með 5 samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Dagbjört Pálsdóttir tók til máls og kynnti drögin.
Bæjarstjórn samþykkir Samþykkt fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Kosning nefnda 2018-2022 - samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2018060032Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í nýjan samráðshóp um málefni fatlaðs fólks - 3 aðalfulltrúar og 3 til vara.

Lögð fram tillaga um fulltrúa:

Aðalmenn:

Valdís Anna Jónsdóttir, formaður

Róbert Freyr Jónsson

Sigrún María Óskarsdóttir

Varamenn:

Þorsteinn Kruger

Gunnfríður Hreiðarsdóttir

Inga Elísabet Vésteinsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Kortlagning hávaða - aðgerðaáætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. mars 2019:

Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2019-2024 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og hefur þegar verið haft samráð við Vegagerðina og Isavía.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aðgerðaáætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum við fyrsta tækifæri og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina.

Andri Teitsson kynnti aðgerðaáætlunina.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Fjárhagsaðstoð - reglur

Málsnúmer 2019010388Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. mars 2019:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. mars 2019:

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar. Þá var starfsmönnum falið að vinna kostnaðaráætlun og leggja fram lokadrög að reglum.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að vísa reglum um fjárhagsaðstoð til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti drögin.

Í umræðum tók Eva Hrund Einarsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019 - afsláttur á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey

Málsnúmer 2019020277Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14 mars 2019:

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum, með vísan til brothættra byggða.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu bæjarráðs um að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey.

6.Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019 - afsláttur vegna jarðvegsdýpis

Málsnúmer 2019020277Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14 mars 2019:

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs og bæjarráðs.

Í umræðum tók Þórhallur Jónsson til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs og bæjarráðs að breytingu á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

7.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Umræða um ferðamálastefnu Akureyrar 2016-2026.

Hilda Jana Gísladóttir reifaði stefnuna og stöðu aðgerða.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir og Eva Hrund Einarsdóttir (í þriðja sinn).

8.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019 - fræðsluráð - leikskólar og dagforeldrar

Málsnúmer 2019010386Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða fræðsluráðs - málefni leikskóla og dagforeldra.

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs kynnti starfsáætlunina.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Ingibjörg Ólöf Isaksen og Eva Hrund Einarsdóttir (í þriðja sinn).
Fundarhlé kl. 18:15-18:20.

9.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019 - fræðsluráð - grunnskólar og tónlistarskóli

Málsnúmer 2019010386Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða fræðsluráðs - málefni grunnskóla og tónlistarskóla.

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður ráðsins kynnti starfsáætlunina.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7.og 14. mars 2019
Bæjarráð 7. og 14. mars 2019
Frístundaráð 6. mars 2019
Fræðslunefnd 25. febrúar 2019
Fræðsluráð 4. mars 2019
Skipulagsráð 13. mars 2019
Stjórn Akureyrarstofu 7. mars 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 1. mars 2019
Velferðarráð 6. mars 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:40.