- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
Ég er hlynnt uppbyggingu Bílaklúbbs Akureyrar og íþróttafélaga almennt í bænum og tel að bæjarfélagið eigi að vinna með íþróttafélögum að uppbyggingu góðrar aðstöðu fyrir allar íþróttagreinar. En á tímum efnahagsþrenginga og á meðan bæjarfélagið stendur frammi fyrir gríðarlegum niðurskurði og samdrætti þá tel ég ekki rétt að ganga frá samningi sem þessum að svo stöddu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Edward H. Huijbens áheyrnarfulltrúi VG í bæjarráði óskar að eftirfarandi spurningar verði bókaðar.
1. Þessi samningur hefur mikið fordæmisgildi fyrir önnur smærri íþrótta- og tómstundafélög hér í bæ. a. Spurt er því hvort bærinn sé tilbúinn til að gera sambærilega samninga við Nökkva, KKA, Létti og Umhverfis- og útilífsmiðstöð skáta að Hömrum, svo nokkrir séu nefndir?
Svar formanns bæjarráðs: Fordæmið er ekkert í þessum samningi. Hann er byggður upp á þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir við önnur íþróttafélög í bænum. Samningurinn er í samræmi við samning sem gerður var við ÍBA varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja 30. janúar 2006. Á þeim tímapunkti þegar við teljum að bærinn hafi fjárhagslegt svigrúm til, þá sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að samningar verði gerðir með þessum hætti við önnur félög, sem eftir því leita. Samkvæmt stefnuskrá L-listans, lista fólksins, um íþróttamál er horft til að bæta aðstöðu Nökkva og KKA á kjörtímabilinu. Hestamannafélagið Léttir hefur sambærilegan rekstrarsamning við bæinn sem undirritaður var 19. september 2008. Bærinn byggði Reiðhöllina upp með svipuðu sniði í samstarfi við Létti. Hvað varðar uppbyggingu að Hömrum gerum við ráð fyrir að bærinn komi að því áfram eins og hann hefur gert.
2. Þessi samningur veitir áhugamannafélagi í bænum (BA) leyfi til að slá lán upp að 50 milljónum króna með veði í fyrirheitum bæjarins á greiðslum. Vart mun finnast sá lánveitandi sem mun fúlsa við slíku kostaboði. a. Spurt er því hvort bærinn sé tilbúinn að gangast í ábyrgðir fyrir önnur félög með sambærilegum hætti og leyfa þeim að taka veð í útsvarsgreiðslum til bæjarins?
Svar formanns bæjarráðs: Þarna er um misskilning að ræða. Bærinn er ekki að gangast undir ábyrgð á lánum fyrir BA, enda bannað með lögum að sveitarfélög veiti slíka ábyrgð. Í þessari grein samningsdraganna er horft til þess samnings sem gerður var við Golfklúbb Akureyrar sbr. 5. gr samnings frá 26. mars 2007. Þar af leiðandi er ekkert nýtt á ferðinni í gerð slíkra samninga við íþróttafélög. Skýr skilaboð til aðila eru samt þau að vaxtagjöld af þannig láni getur á engan hátt rúmast innan framlaga bæjarins og skal að fullu fjármagnað af viðkomandi félagi.
3. Í samningum felast fyrirheit um uppbyggingu á svæðinu uppá allavega 44 milljónir króna á næstu mánuðum. a. Spurt er því hvort bærinn sé reiðubúinn til að verja þessum útgjöldum til uppbyggingar á svæðinu meðan skera þarf niður í skóla- og velferðarmálum bæjarins? Svar formanns bæjarráðs:
Það hefur ætíð verið stefna bæjarstjórnar að fjármagna ekki rekstur málaflokka með láns- eða framkvæmdafé. Því hefur þessi samningur ekki áhrif á aðhaldsaðgerðir í skóla- og velferðarmálum. Einnig má geta þess að hvað viðkemur rekstrarhluta samningsins verður hann fjármagnaður innan úthlutaðs ramma IRA og kallar því ekki á aukin útgjöld. Samkvæmt samningsdrögum eru framlög bæjarins, allt til ársins 2013, fyrst og fremst uppkaup á landi, sem þegar hafa átt sér stað, möl og svo um 16000 m² af malbiki. Samtals reiknað í samningi að verðmæti um 110 milljónir. Fyrsta peningalega greiðsla samkvæmt samningi þessum er 20 milljónir árið 2013. 4. Ekki liggja fyrir samhliða samningnum gögn um rekstur á svæðinu og hvernig hann eigi að standa undir uppbyggingu, utan þess að allur mögulegur hagnaður renni til BA. a. Ef fyrir liggur sýn og framreikningar á rekstri á svæðinu er óskað eftir að þau gögn fylgi með til að bærinn geti tekið upplýsta afstöðu. Svar formanns bæjarráðs: Viðskiptaáætlun var gerð í ágúst 2009. Ekki hefur verið gerð ný rekstrar- og uppbyggingaráætlun fyrir svæðið í heild sinni. Við höfum kallað eftir að fyrirliggjandi áætlanir verði uppfærðar. Heilt yfir er einsýnt að um stefnubreytingu í samskiptum við íþrótta- og tómstundafélög í bænum er að ræða og því óskað eftir því að málið hljóti fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.
Svar formanns bæjarráðs:
Þessi fullyrðing er alfarið röng og bent er á Samskiptasamning ÍBA og bæjarins varðandi uppbyggingu mannvirkja í samstafi við íþróttafélög frá 30. janúar 2006.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista , Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Edward H. Huijbens V-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Við leggjumst alfarið gegn því að bæjarsjóður skuldbindi sig með þeim samningi sem hér er lagður fyrir. Við minnum á að fjárhagsáætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir að bæjarsjóður verði rekinn með 385 milljón króna halla og ef ekki verða breytingar á ytra umhverfi má búast við að skera þurfi verulega niður í rekstri bæjarsjóðs á árinu 2012.
Alkunna er að meirihlutinn hefur opinberlega lýst því yfir að hann leggi mikla áherslu á að standa vörð um velferð og grunnþjónustu. Því skýtur skökku við að á sama tíma og gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði á framlögum til skólamála, eigi að auka útgjöld bæjarsjóðs vegna þessa verkefnis.
Þrátt fyrir afstöðu okkar styðjum við fyriráætlanir um uppbyggingu ökugerðis og akstursíþróttasvæðis Bílaklúbbs Akureyrar en aðkoma bæjarins er að okkar mati ekki réttlætanleg eins og sakir standa.
Ólafur Jónsson D-lista lagði fram bókun svohljóðandi:
Á síðasta kjörtímabili var lögð gríðarleg vinna í deiliskipulag fyrir nýtt svæði Bílaklúbbsins á Glerárdal og samtímis gekk bærinn í uppkaup á landi á svæðinu og var því allt til reiðu að hefja framkvæmdir sl. vetur. Viðskiptaáætlun Bílaklúbbsins gerði ráð fyrir aðkomu einkaaðila að uppbyggingu á svæðinu, en því miður hefur það ekki gengið eftir. Nú er lagt upp með það að í fyrstu verði þetta allt á hendi Bílaklúbbsins og þar með ljóst að ekki verður hægt að halda áfram við nauðsynlegar framkvæmdir nema með aðkomu bæjarfélagsins. Starfsemi Bílaklúbbsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum og áhugi á íþróttinni að sama skapi, það er því mikilvægt að skapa klúbbnum varanlega aðstöðu þannig að starfsemin færist inn á sérhannað svæði og þar með af götum bæjarins. Í annan stað er mjög mikilvægt að byggja upp tímanlega ökugerði þannig að ungmenni hér á svæðinu geti sótt nauðsynlegan og lögboðinn æfingaakstur á viðurkenndu svæði.
Fulltrúar L-lista Oddur Helgi Halldórsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir taka undir bókun Ólafs Jónssonar D-lista og vilja ítreka mikilvægi þess að koma upp ökugerði hið fyrsta á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku að upphæð allt að 40 milljónir kr. og veðsetningu á húseign klúbbsins við Frostagötu.