Frístundaráð

38. fundur 19. september 2018 kl. 11:30 - 14:45 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka tvö mál inn á dagskrá fundarins.
Annars vegar mál nr. 2017010284: Samfélagssvið - skipulag sviðsins og hins vegar mál nr. 2018090281: Þátttaka í Evrópukeppni 2018.
Var það samþykkt.

1.Jaðar - Golfklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni vegna viðhalds á klúbbhúsi

Málsnúmer 2018090129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2018 frá Steindóri Ragnarssyni framkvæmdastjóra GA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.650.000 til viðhalds á klúbbhúsi félagsins að Jaðri.
Viðar Valdimarsson M-lista lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi undir þessum lið.

Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar og beinir þeim tilmælum til félagsins að allar styrkbeiðnir fari framvegis í gegnum ÍBA.

2.Umsókn um aukið framlag til ÍBA 2019

Málsnúmer 2018090242Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem ÍBA óskar eftir auknu framlagi frá frístundaráði fyrir rekstrarárið 2019.
Frístundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

3.Yfirlit yfir verkefni, framkvæmdir, viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar

Málsnúmer 2018090243Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt og forgangsröðun ÍBA á óskum aðildarfélaga fyrir árið 2019.
Frístundaráð óskar eftir frekari sundurliðun á verkefnalistanum miðað við umræður á fundinum.

4.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála fór yfir stöðu mála varðandi nýjan uppbyggingarsamning við Bílaklúbb Akureyrar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019. Gjaldskrártillögur lagðar fram til samþykktar.
Gjaldskrá frístundaráðs fyrir tómstundastarfsemi i Rósenborg, Punktinum og Víðilundi samþykkt með atkvæðum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista. Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá.



Gjaldskrá frístundaráðs fyrir íþróttastarfsemi samþykkt með atkvæðum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista greiddi atkvæði á móti. Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá.



Viðar Valdimarsson M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Brýnt er að meirihluti frístundaráðs snúi sér í ríkari mæli að standast rekstraráætlanir síns málaflokks, áður en lögð eru frekari álögur á íbúa sveitarfélagsins.

6.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að nýju skipulagi forvarna- og frístundadeildar samfélagssviðs.

7.Þátttaka í Evrópukeppni 2018

Málsnúmer 2018090281Vakta málsnúmer

Til umræðu þátttaka kvennaknattspyrnuliðs Þór/KA í Evrópukeppni UEFA 2018.
Frístundaráð samþykkir að veita Þór/KA styrk að upphæð kr. 300.000 vegna góðs árangurs og þátttöku liðsins í Evrópukeppni UEFA 2018.
Í lok fundar óskuðu Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista, Viðar Valdimarsson M-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:
"Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar skulu fundarboð og fundargögn hafa borist tveimur sólarhringum fyrir fund, svo allir nefndarmenn geti tekið upplýstar ákvarðanir á fundi. Fundarboð fyrir fundi frístundaráðs hafa nú í tvígang borist innan tveggja sólarhringa til nefndarmanna. Vilja nefndarmenn minnihlutans ítreka mikilvægi þess að nefndarmenn taki upplýsta ákvörðun um málefni fundarins og því þurfi fundarboð og fundargögn ávallt að berast að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir fund, þ.e. fyrir kl. 11:30 á mánudegi fyrir fund sem haldinn er kl. 11:30 á miðvikudegi."

Fundi slitið - kl. 14:45.