Frístundaráð

5. fundur 30. mars 2017 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Þórunnar Sifjar Harðardóttur.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka inn á fundinn dagskrárlið Sundlaug Akureyrar - tilboðskort sem 6. lið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála sat fundinn undir dagskrárliðum 1 - 4.

1.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð samþykkt fyrir ungmennaráð ásamt minnisblaði frá fundi bæjarráðs og ungmennaráðs þann 15. febrúar sl.

Linda Pálsdóttir forvarna- og félagsmálafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir drög að samþykkt fyrir ungmennaráð. Frístundaráð felur sviðsstjóra að gera breytingar á samþykktinni út frá umræðum á fundinum og leggja fullmótaða samþykkt fram á næsta fundi.

2.Sumarnámskeið 2017

Málsnúmer 2017030250Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að sumarnámskeiðum fyrir börn og ungmenni.

3.Virkið - virknisetur fyrir ungt fólk án atvinnu

Málsnúmer 2011090009Vakta málsnúmer

Forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála kynnti stöðuna á verkefninu.

4.Stefnumótun í forvörnum

Málsnúmer 2017030584Vakta málsnúmer

Setja þarf af stað vinnu við að endurskoða forvarnastefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir að farið verði af stað með vinnu við endurskoðun á forvarnastefnunni og felur forstöðumanni æskulýðs- og forvarnamála að leggja fram tíma- og verkáætlun vegna verkefnisins.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir dagskrárliðum 5 og 6.

5.Bílaklúbbur Akureyrar - rekstrar- og uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram drög að rekstrarstyrktarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar vegna ársins 2017.
Forstöðumanni íþróttmála falið að uppfæra samninginn út frá umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Elías Gunnar Þorbjörnsson vék af fundi kl. 15:30.

6.Sundlaug Akureyrar - tilboðskort

Málsnúmer 2017030599Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað með tillögu að tilboðum á árskortum í Sundlaug Akureyrar.
Frístundaráð samþykkir að heimila afsláttartilboð á árskortum sbr. framlagt minnisblað.

Fundi slitið - kl. 16:00.