Íþróttaráð

80. fundur 19. október 2010 kl. 08:15 - 09:38 Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Erlingur Kristjánsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Þóroddur Hjaltalín
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - íþróttaráð

Málsnúmer 2010080052Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011. Í áætluninni er gert ráð fyrir því að rekstrarkostnaður verði kr. 1.133.869.000 sem er kr. 40.703.000 hærra en rammi íþróttaráðs gerir ráð fyrir. Gert er ráð fyrir því í áætluninni að kr. 31.703.000 sem eru umfram ramma vegna húsaleigu og kr. 9.000.000 vegna framkvæmdasamnings við íþróttafélagið Þór verði bætt við rammann.

Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskar bókað:

Samfylkingin telur að leita hefði átt annarra leiða til hagræðingar en að leggja niður það fyrirkomulag að veita börnum frítt í sund og að hækka gjaldskrá Hlíðarfjalls umfram verðlagshækkanir en eðlilegt er að gjaldskrárhækkanir taki mið af almennum verðlagshækkunum.

Samfylkingin telur ekki rétt að hverfa frá þeim markmiðum sem stefnt var að með því að veita börnum frítt í sund, það er að hvetja til sundiðkunar barna, ná til þeirra barna sem ekki stunda skipulagðar íþróttir eða hreyfingu og hinsvegar að koma til móts við efnaminni fjölskyldur.

Meirihluti íþróttaráðs óskar bókað:

Ástæðu hækkunar á gjaldskrám í Hlíðarfjalli og sundlaugum Akureyrar má fyrst og síðast rekja til þeirrar hagræðingarkröfu sem fyrir liggur vegna starfsársins 2011.

Meirihluti íþróttaráðs hefur ákveðið að velja frekar þann kost að hækka gjaldskrár stofnana íþróttaráðs en að skerða þjónustustig þeirra.

2.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni - skábraut við gönguhús

Málsnúmer 2010100102Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. október 2010 frá Kára Jóhannessyni f.h. Skíðagöngunefndar Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 250.000 til að ljúka uppsetningu á skábraut við gönguhúsið í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð samþykkir erindið og telur mikilvægt að aðgengi fyrir fatlaða verði bætt og það unnið í samvinnu við samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - drög að rekstrar- og uppbyggingarsamningi

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að rekstrar- og uppbyggingarsamningi milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:38.