Bæjarráð

3283. fundur 25. ágúst 2011 kl. 09:00 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um heimild til lántöku

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Farið yfir ósk Bílaklúbbs Akureyrar um heimild til lántöku vegna uppbyggingar á akstursíþróttasvæði og ökugerði.
Fulltrúar Bílaklúbbs Akureyrar þeir Kristján Þ. Kristinsson, Þórður Helgason og Sigurður Ágústsson mættu á fundinn fundir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku að upphæð allt að 40 milljónir kr. og veðsetningu á húseign klúbbsins við Frostagötu.

2.Naustahverfi 1. áf. - breyting á deiliskipulagi Stekkjartún 26-28-30

Málsnúmer 2011050082Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011:
Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 10. júní 2011 og lauk henni 8. júlí 2011. Tvær athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað.
Skipulagsnefnd óskar eftir að ákvæði um hljóðvist verði færð í greinargerð. Einnig leggur skipulagsnefnd til að sniðmyndum verði breytt þannig að húsin lækki í landi allt að 1 m.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Ég tel, í ljósi athugasemda íbúa, nauðsynlegt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem umbeðnar breytingar eru verulegar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar.

Ólafur Jónsson D-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum eðlilegt að þessi deiliskipulagstillaga hefði átt að fara í auglýsingu þar sem hún gerir ráð fyrir það miklum breytingum á gildandi skipulagi.

3.Efling sveitarstjórnarstigsins

Málsnúmer 2011080059Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar gátlisti og umræðuskjal nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

4.Lýðræðisvika 2011

Málsnúmer 2011080067Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 15. ágúst 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem þess er farið á leit að evrópska lýðræðisvikan verði kynnt innan sveitarfélagsins. Þemað í ár er mannréttindi á sveitarstjórnarstigi.

Bæjarráð hvetur deildir og stofnanir bæjarins til þess að nýta þessa viku til að kynna íbúum starfsemi sína og vísar málinu til samfélags- og mannréttindadeildar.

5.Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju. Staða rekstrar LA.

Bæjarráð samþykkir að greiða Leikfélagi Akureyrar fyrirfram allt að kr. 30 milljónir af væntanlegum framlögum næsta árs og óskar eftir við stjórn Akureyrarstofu að hún tilnefni tvo fulltrúa með fulltrúum bæjarráðs vegna frekari vinnu varðandi fjárhagsmál félagsins.

6.Aðalstræti 4 - Gamla apótekið - endurgerð - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011080036Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. ágúst 2011 frá Þorsteini Bergssyni f.h. Minjaverndar hf þar sem farið er fram á stuðning Akureyrarbæjar við endurgerð Aðalstrætis 4 í formi styrks til greiðslu fasteignagjalda af húsinu næstu fjögur árin þ.e. 2012-2015. Einnig er farið fram á viðræður um samstarf við lóðarfrágang neðan hússins sem miði að því að bærinn kosti vandaða grjóthleðslu sem styðji vel við jarðveg og sé til sóma fyrir ásýnd hússins og umhverfi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um málið.

7.Tónræktin - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011080048Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. ágúst 2011 frá Birni Þórarinssyni skólastjóra Tónræktarinnar þar sem hann óskar eftir styrk til rekstrar Tónræktarinnar sem svarar einum kennaralaunum á ári.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.

8.Siglingaklúbburinn Nökkvi - styrkbeiðni vegna kaupa á nýjum björgunarbáti

Málsnúmer 2011080054Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 18. ágúst 2011:
Erindi dags. 25. júlí 2011 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Siglingaklúbbsins Nökkva þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti fyrir starfsemi félagsins við Höepfnersbryggju.
Íþróttaráð telur nauðsynlegt að bæta öryggismál Siglingaklúbbsins Nökkva og samþykkir fyrir sitt leyti styrk að upphæð kr. 1.000.000 til verkefnisins.
Íþróttaráð vísar erindinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum björgunarbáti og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:

Bæjarlistinn telur afgreiðsluna og forsögu hennar bera vott um arfaslaka stjórnsýslu. Það sé með öllu ótækt að lofa fé til kaupa á björgunarbáti án aðkomu nefnda eða bæjarráðs. Verkefnið er þarft en afgreiðslan afleit.

9.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 2011

Málsnúmer 2011040143Vakta málsnúmer

Greint frá kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel sem farin var 5.- 9. júní sl. Bæjarfulltrúarnir Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Tryggvi Þór Gunnarsson voru fulltrúar Akureyrarbæjar í ferðinni.

10.Vinabæjamót - tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås í ágúst 2011

Málsnúmer 2010090044Vakta málsnúmer

Greint frá ferð á tenglamót sem haldið var dagana 10.- 13. ágúst sl. í Västerås.
Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi ásamt maka voru fulltrúar Akureyrarbæjar á tenglamótinu.

11.Samgönguáætlun 2011-2014 - forgangsverkefni á fjögurra ára áætlun

Málsnúmer 2011050084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 13. júlí 2011 frá Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, varðandi forgangsverkefni á fjögurra ára samgönguáætlun. Óskað er eftir að sveitarstjórn sendi inn tillögu fyrir 25. ágúst nk. um 3 - 5 verkefni sem hún telur að setja eigi í forgang á næstu samgönguáætlun.
Áður á dagskrá bæjarráðs 21. júlí sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gagna frá greinargerð sveitarfélagsins til Eyþings.

12.Varpholt - sala

Málsnúmer 2009110053Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í Varpholt.

Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í Varpholt.

13.Naustaskóli 2. áfangi - uppsteypa og utanhússfrágangur - kærumál Hamarsfell/Adakris

Málsnúmer 2011040107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða kærunefndar útboðsmála dags. 27. júlí 2011 vegna kæru Hamarsfells ehf og Adakris UAB á ákvörðun Akureyrarbæjar um val á tilboði í útboðinu Naustaskóli, uppsteypa og utanhússfrágangur.
Niðurstaða nefndarinnar er að kröfu kærenda um að felld verði úr gildi sú ákvörðun Akureyrarbæjar að taka tilboði SS Byggis ehf í útboðinu er hafnað og að Akureyrarbær er ekki skaðabótaskyldur gagnvart kærendum vegna þátttöku í útboðinu. Einnig er kröfu kærenda um að Akureyrarbær greiði málskostnað hafnað.

Fundi slitið - kl. 11:45.