Frístundaráð

32. fundur 24. maí 2018 kl. 12:00 - 13:50 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista mætti í forföllum Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.
Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista boðaði forföll sem og varmaður hans.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Skautafélag Akureyrar - umsókn um framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni

Málsnúmer 2014030020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2018 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra SA þar sem óskað er eftir fundi með frístundaráði varðandi æfinga- og félagsrými í Skautahöllinni.

Á fundinn mættu fulltrúar SA, þau Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri og Birna Baldursdóttur formaður aðalstjórnar.

Frístundaráð þakkar veittar upplýsingar og beinir þeim tilmælum til SA að eiga samtal við ÍBA vegna málsins.

2.Bílaklúbbur Akureyrar - uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Til umræðu uppbyggingasamningur við Bílaklúbb Akureyrar.

3.Frístundaráð - 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010303Vakta málsnúmer

Lögð fram 10 ára áætlun frístundaráðs.
Frístundaráð vísar 10 ára áætluninni til bæjarráðs.
Þórunn Sif Harðardóttir vék af fundi kl. 12:55.

4.Sundfélagið Óðinn - styrkbeiðni vegna AMÍ 2018

Málsnúmer 2018050020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. maí 2018 frá Hildi Friðriksdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir styrk vegna lokahófs Aldursflokkameistaramóts Íslands í sundi sem verður á Akureyri í lok júní nk.
Frístundaráð samþykkir erindið.

5.Íþróttafélagið Akur - bogavöllur 2018 - nýtt útisvæði bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2018050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2018 frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd bogfimideildar Akurs þar sem óskað er eftir nýju útiæfingasvæði fyrir félagið.
Frístundaráð tekur vel í að fundið verði útisvæði fyrir bogfimiíþróttina en samþykkir að vísa erindinu til skipulagsráðs.

6.World Class - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2018050133Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála kynnti hugmyndir að samkomulagi við Laugar ehf um aðgang gesta World Class við Skólastíg að Sundlaug Akureyrar.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram miðað við umræður á fundinum.

7.Aðgerðaráætlun gegn kynbundu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Málsnúmer 2017110400Vakta málsnúmer

Drög að nýrri aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:50.