Stuðningur við Vísindaskóla unga fólksins

Málsnúmer 2019010213

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Lögð fram drög að samningi við Háskólann á Akureyri vegna Vísindaskóla unga fólksins.
Frístundaráð samþykkir að gerður verði samningur til þriggja ára með árlegri 50.000 kr. hækkun. Samningnum er vísað til samþykktar hjá bæjarráði.

Bæjarráð - 3627. fundur - 14.02.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 6. febrúar 2019:

Lögð fram drög að samningi við Háskólann á Akureyri vegna Vísindaskóla unga fólksins.

Frístundaráð samþykkir að gerður verði samningur til þriggja ára með árlegri 50.000 kr. hækkun. Samningnum er vísað til samþykktar hjá bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning um framlag að upphæð samtals 1.650 þúsund krónur á þremur árum.