Stuðningur við Vísindaskóla unga fólksins

Málsnúmer 2019010213

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Lögð fram drög að samningi við Háskólann á Akureyri vegna Vísindaskóla unga fólksins.
Frístundaráð samþykkir að gerður verði samningur til þriggja ára með árlegri 50.000 kr. hækkun. Samningnum er vísað til samþykktar hjá bæjarráði.

Bæjarráð - 3627. fundur - 14.02.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 6. febrúar 2019:

Lögð fram drög að samningi við Háskólann á Akureyri vegna Vísindaskóla unga fólksins.

Frístundaráð samþykkir að gerður verði samningur til þriggja ára með árlegri 50.000 kr. hækkun. Samningnum er vísað til samþykktar hjá bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning um framlag að upphæð samtals 1.650 þúsund krónur á þremur árum.

Frístundaráð - 92. fundur - 17.03.2021

Greinargerðir vegna Vísindaskóla unga fólksins lagðar fram til kynningar.

Frístundaráð - 100. fundur - 15.09.2021

Erindi dagsett 6. september 2021 frá Sigrúnu Stefánsdóttur skólastjóra Vísindaskóla unga fólksins og Dönu Rán Jónsdóttur verkefnastjóra þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við Vísindaskólann og gerður verði nýr samningur til þriggja ára.
Erindið verður afgreitt samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.

Frístundaráð - 103. fundur - 01.12.2021

Erindi dagsett 6. september 2021 frá Sigrúnu Stefánsdóttur skólastjóra Vísindaskóla unga fólksins og Dönu Rán Jónsdóttur verkefnastjóra þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við Vísindaskólann og gerður verði nýr samningur til þriggja ára.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs 15. september 2021.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.