Íþróttahúsið við Dalsbraut - endurbætur á búningsklefum

Málsnúmer 2019010361

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2019 um endurbætur á búningsklefum. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 50 milljónir kr.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina og að framkvæmdakostnaði verði skipt þannig að 20 milljónir greiðist af nýframkvæmdaáætlun og 30 milljónir greiðist af viðhaldi.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti hugmyndir UMSA að viðhaldsverkefni við búningsaðstöðu í Íþróttahúsi Lundarskóla.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 55. fundur - 08.05.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 2. maí 2019 varðandi breytta kostnaðaráætlun og niðurstöðu útboðs á framkvæmdum við búningsklefa í Íþróttahúsi Lundarskóla. Vegna aukins kostnaðar við almenningssalerni, salerni fyrir fatlaða, ný salerni fyrir konur og loftaefnis/loftræstistokka á gangi hefur kostnaðaráætlun hækkað um 15 milljónir króna.

Tvö tilboð bárust:

HHS verktakar ehf. 111% af frumkostnaðaráætlun.

Verkvit húsasmiðir ehf. 116% af frumkostnaðaráætlun.

Kristján Snorrason byggingastjóri viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að tekið verði tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka upp á 15 milljónir króna til þess að mæta auknum áætluðum kostnaði við framkvæmdina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 60. fundur - 16.08.2019

Lögð fram stöðuskýrsla 1 dagsett 15. ágúst 2019.