Akvegur frá Hlíðarfjallsvegi að reiðhöll og dýraspítala

Málsnúmer 2018090259

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Umhverfis- og mannvirkjasvið vísar erindi varðandi nýjan veg frá reiðhöllinni og inn á Hlíðarfjallsveg til skipulagsráðs.

Sigfús Helgason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Akvegur frá Hlíðarfjallsvegi upp að reiðhöll og dýraspítalanum. Vegurinn verður mjög fljótt ófær í snjókomu þar sem hann liggur að hluta ofan í hvilft. Vill helst fá veg beint suður af reiðhöllinni og inn á Hlíðarfjallsveg. Hann segir veginn vera ónýtan og ekki dugað þó starfsmenn bæjarins hafi reynt að lagfæra hann. Hann segir að jafnaði 40-50 bíla keyra veginn á degi hverjum fyrir utan alla umferð hestamanna. Hann bendir á að bílaplanið fyrir utan reiðhöllina sé einnig óklárað.
Skipulagsráð bendir á að lagning á nýjum veg frá reiðhöll og inn á Hlíðarfjallsveg felur í sér bæði breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi hesthúsahverfisins auk þess sem fara þyrfti yfir land í einkaeigu. Í ljósi þessa mælir skipulagsráð ekki með að veginum verði breytt heldur verði frekar gerðar ráðstafanir til að lagfæra núverandi veg.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Sigfús Ólafur Helgason framkvæmdastjóri Léttis mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 13. september 2018 til að ræða akveg að reiðhöll. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs þann 26. september 2018. Á verkefnafundi umhverfis- og mannvirkjasviðs 3. desember 2018 var erindinu varðandi uppbyggingu bílaplans við reiðhöllina vísað til frístundaráðs.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur undir erindi Sigfúsar um að laga þurfi akveginn að reiðhöllinni og bílaplanið. Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að kostnaðarmeta framkvæmdir við bílaplan m.t.t. fjárhagsáætlunargerðar 2020.