Þing um málefni barna - barnaþing 21.- 22. nóvember 2019

Málsnúmer 2019010200

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Erindi dagsett 17. janúar 2019 frá umboðsmanni barna þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að halda fyrsta þing um málefni barna eða barnaþing 21.- 22. nóvember nk. í Hörpu. Óskað er eftir því að Akureyrarbær tilnefni tengilið við embættið sem hefur það hlutverk að hafa milligöngu um þátttöku barna úr sveitarfélaginu á þinginu.
Frístundaráð samþykkir að tilnefna Ölfu Aradóttur deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar sem tengilið.