Sundlaug Akureyrar opni fyrr á morgnana

Málsnúmer 2019010217

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Björg Leósdóttir kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 17. janúar sl.

Óskar eftir að opnunartími sundlaugarinnar sé rýmkaður og opnað kl. 06:30 svo betra sé fyrir fólk sem þarf að mæta snemma til vinnu að nýta aðstöðuna til heilsubótar.

Bæjarráð vísaði erindinu til frístundaráðs þann 24. janúar sl.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til stýrihóps um heilsueflandi samfélag og hvetur hópinn til að skoða mögulegar útfærslur á opnunartíma sundlaugarinnar.