Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 40. fundur - 03.10.2018

Lagðir fram til kynningar rekstrar- og þjónustusamningar við aðildarfélög ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Viðar Valdimarsson vék af fundi kl. 13:30 í miðjum umræðum undir 4. lið.

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Farið yfir stöðu mála.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að fenginn verði úttektaraðili til að greina forsendur rekstrarsamninga íþróttamannvirkja á vegum Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3616. fundur - 08.11.2018

Liður 1 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. nóvember 2018:

Farið yfir stöðu mála.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að fenginn verði úttektaraðili til að greina forsendur rekstrarsamninga íþróttamannvirkja á vegum Akureyrarbæjar.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að vinna áfram að málinu.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 10:40.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fundinn og kynntu niðurstöður úr vinnu KPMG v/úttektar á rekstrarsamningum.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar þeim Magnúsi og Þorsteini fyrir kynninguna.

Frístundaráð samþykkir að fela starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

Frístundaráð - 46. fundur - 17.12.2018

Farið fyrir rekstrar- og þjónustusamninga við aðildarfélög ÍBA.
Starfsmönnum falið að vinna áfram með samningsdrögin út frá umræðum á fundinum.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista vill koma á framfæri að afar mikilvægt sé að fundartímar séu skipulagðir fram í tímann og að því skipulagi sé fylgt. Hringl með fundartíma með stuttum fyrirvara kemur sér afar illa fyrir fólk sem er í störfum sem krefjast stöðugrar viðveru, svo sem umönnunarstörfum. Vanvirðing við tíma og önnur störf nefndarfólks getur valdið því að ekki geti allir tekið þátt í pólitísku starfi.

Frístundaráð - 47. fundur - 04.01.2019

Drög að nýjum rekstrar- og þjónustusamningum lögð fram til kynningar.

Frístundaráð - 48. fundur - 23.01.2019

Lögð fram drög að matrixu vegna þjónustusamninga við íþróttafélög.

Einnig lagðir fram til samþykktar rekstrarsamningar við Hestamannafélagið Létti og Skautafélag Akureyrar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir umsögn frá ÍBA v/matrixunnar. Jafnframt óskar ráðið eftir því að ÍBA komi með tillögu að skilgreiningu á iðkanda.

Frístundaráð samþykkir framlagða rekstrarsamninga og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Lagðir fram til samþykktar rekstrarsamningar við Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðan samning við KA með öllum greiddum atkvæðum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.

Samningur við Íþróttafélagið Þór er samþykktur með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista greiða atkvæði á móti. Samningnum er vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista bóka að þau geti ekki samþykkt fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi við Þór, á þessari stundu, því að rekstrarforsendur liggja ekki allar fyrir.

Bæjarráð - 3626. fundur - 07.02.2019

Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. janúar 2019:

Lögð fram drög að matrixu vegna þjónustusamninga við íþróttafélög.

Einnig lagðir fram til samþykktar rekstrarsamningar við Hestamannafélagið Létti og Skautafélag Akureyrar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð óskar eftir umsögn frá ÍBA v/matrixunnar. Jafnframt óskar ráðið eftir því að ÍBA komi með tillögu að skilgreiningu á iðkanda.

Frístundaráð samþykkir framlagða rekstrarsamninga og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Frístundaráð - 50. fundur - 20.02.2019

Til umræðu matrixa og skilgreining á iðkanda v/þjónustusamninga við aðildarfélög ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að gera drög að þjónustusamningum við félög sem eru með rekstrarsamninga auk Fimleikafélags Akureyrar út frá þeirri matrixu sem lögð var fyrir fundinn.

Frístundaráð - 51. fundur - 06.03.2019

Tekin fyrir að nýju drög að samningum við Hestamannafélagið Létti, Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar um rekstur íþróttamannvirkja.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Samningarnir voru bornir upp til atkvæða hver fyrir sig.

Frístundaráð samþykkir samning við Hestamannafélagið Létti með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Íþróttafélagið Þór með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð samþykkir samning við Knattspyrnufélag Akureyrar með öllum greiddum atkvæðum.

Frístundaráð felur starfsmönnum að ganga frá samningunum til undirritunar og senda svo til bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Lagðir fram undirritaðir rekstrarsamningar Akureyrarbæjar og íþróttafélaganna KA, Hestamannafélagsins Léttis og Skautafélags Akureyrar.
Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sitt til að afgreiða þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Hún vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við KA með 4 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við Hestamannafélagið Létti með 4 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við Skautafélag Akureyrar með 4 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Lagður fram undirritaður rekstrarsamningur Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs fyrir tímabilið 2019-2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir rekstrarsamning við Íþróttafélagið Þór með 5 samhljóða atkvæðum.

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Lögð fram drög að rekstrarsamningi annars vegar og þjónustusamningi hins vegar við Golfklúbb Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þór Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista, að hækka framlög vegna rafmagns, hita og fasteignagjalda í rekstrarsamningi um 7% sem nemur eignarhluta Akureyrarbæjar. Jafnframt er framlagður þjónustusamningur samþykktur.

Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 3. maí 2019:

Lögð fram drög að rekstrarsamningi annars vegar og þjónustusamningi hins vegar við Golfklúbb Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þór Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista, að hækka framlög vegna rafmagns, hita og fasteignagjalda í rekstrarsamningi um 7% sem nemur eignarhluta Akureyrarbæjar. Jafnframt er framlagður þjónustusamningur samþykktur.

Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samningana með 5 samhljóða atkvæðum.