Bæjarráð

3791. fundur 08. desember 2022 kl. 08:15 - 09:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Barnaverndarlög - breytingar

Málsnúmer 2022010395Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn.

2.Betri vinnutími - Skólastjórafélag Íslands

Málsnúmer 2022101112Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að útfærslu styttingar vinnutíma félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í Brekkuskóla, Giljaskóla og Hríseyjarskóla.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir tillögur að útfærslu styttingar vinnutíma félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands sem starfa í Brekkuskóla, Giljaskóla og Hríseyjarskóla með gildistíma frá 1 september 2022.

3.Starfslok vegna aldurs

Málsnúmer 2022111451Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um verklag við framkvæmd ákvæða kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga um starfslok vegna aldurs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að verklagi við framkvæmd ákvæða kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga um starfslok vegna aldurs.

4.Stjórnsýslubreytingar 2021-2022

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Rætt um innleiðingu stjórnsýslubreytinga hjá Akureyrarbæ.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Bæjarráð - fundaáætlun 2022-2026

Málsnúmer 2022060415Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir framlagða fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2023.

6.Skipun starfshóps um borgarstefnu - C.4

Málsnúmer 2022100251Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í starfshóp um borgarstefnu.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. október 2022 og voru Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson tilnefnd sem fulltrúar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri taki sæti í starfshópi um borgarstefnu í stað Láru Halldóru Eiríksdóttur.

7.Grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu

Málsnúmer 2022061123Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. nóvember 2022 frá innviðaráðuneytinu þar sem greint er frá því að gænbók í sveitarstjórnarmálum með stöðumati og valkostum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar sé komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að senda inn ábendingar er til 16. desember næstkomandi.

8.Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 2022120015Vakta málsnúmer

SSNE leitar til sveitarfélaga á starfsvæði SSNE og óskar eftir upplýsingum um almenningssamgöngur, þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra. Leitast er eftir því við sveitarfélögin að umbeðnar upplýsingar berist til SSNE fyrir 18. janúar næstkomandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umbeðnar upplýsingar í samráði við hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar og framhaldsskólana á starfssvæði SSNE.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. nóvember 2022.

10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 41995 gjaldstofn fasteignaskatts, 63. mál

Málsnúmer 2022111457Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. nóvember 2022 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0063.pdf

11.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 en ráðist var í endurskoðun á áætluninni í samstarfi sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra og vestra og hefur Stefán Gíslason hjá Environice unnið að endurskoðun í samstarfi við SSNE og sveitarfélögin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að hefja samtal við önnur sveitarfélög við Eyjafjörð varðandi útfærslur og hugsanlegt samstarf eða samlegðaráhrif vegna nýrra laga er taka gildi um næstkomandi áramót.



Fundi slitið - kl. 09:58.