Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3756. fundur - 27.01.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 14. janúar 2022.

Bæjarráð - 3759. fundur - 17.02.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 4. febrúar 2022.
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi í bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Eigi leikskóli að loknu fæðingarorlofi að verða raunhæfur möguleiki þarf að taka á ýmsum hliðum málsins er lúta að framtíðarskipan leikskólastigsins m.t.t. mönnunar, lagaumhverfis, menntunar, starfsþróunar o.fl. Ljóst er að það er þörf á nýju uppleggi inn í umræðuna og mikilvægt að hún festist ekki í reiptogi milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun.

Bæjarráð - 3762. fundur - 10.03.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. febrúar 2022.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. mars 2022.

Bæjarráð - 3770. fundur - 12.05.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. apríl 2022.

Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. maí 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 og leggur þunga áherslu á að sem allra fyrst verði mótuð og innleidd breytt kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, þar sem ríkið tekur á sig verulega aukna kostnaðarábyrgð frá því sem nú er. Jafnframt tekur bæjarráð undir mikilvægi þess að móta áætlun um framhald innleiðingar á notendastýrðri persónulegri aðstoð og átak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Samhliða þeirri áætlun verði jafnframt settar fram tillögur um öfluga aðkomu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 23. júní 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna viljayfirlýsingar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk og telur mikilvægt að stefna verði mörkuð til að tryggja þjónustu við elstu íbúa landsins. Mikilvægur þáttur í umbótum á þessu sviði er að samþætta þjónustu sveitarfélaga á heimilum eldra fólks við þá þjónustu sem ríkið veitir, ásamt því að innleiða velferðartækni í alla þjónustu. Þá tekur bæjarráð einnig undir mikilvægi þess að auka áherslu á forvarnir og heilsueflandi aðgerðir en sveitarfélög hafa mörg hver stigið stór skref hvað það varðar. Jafnframt er ekki undan því komist að ítreka mikilvægi þess að allir þeir þættir sem þarna eru til umfjöllunar verði kostnaðarmetnir og fullfjármagnaðir.

Bæjarráð - 3780. fundur - 15.09.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 26. ágúst 2022.

Bæjarráð - 3783. fundur - 11.10.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. september 2022.
Bæjarráð Akureyrarbæjar tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um vinnu tekjustofnsnefndar og lýsir jafnframt vonbrigðum sínum yfir því að ekki hafi orðið nein afgerandi niðurstaða af þeirri vinnu. Styrkja þarf tekjustofna sveitarfélaga sem allra fyrst og leita jafnframt annarra lausna til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þannig að þjónusta við íbúana verði sem best tryggð.

Bæjarráð - 3785. fundur - 27.10.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. október 2022.

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. nóvember 2022.

Bæjarráð - 3793. fundur - 05.01.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 14. desember 2022.