Barnaverndarlög - breytingar

Málsnúmer 2022010395

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1347. fundur - 12.01.2022

Farið yfir breytingar á barnaverndarlögum og hvaða verkefni þær fela í sér.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1348. fundur - 02.02.2022

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. janúar 2022 um umdæmisráð barnaverndar.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði sátu fundinn undir þessum lið
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna að málinu áfram og leggja fram tillögu um samstarf við önnur sveitarfélög.

Bæjarráð - 3759. fundur - 17.02.2022

Farið yfir breytingar á barnaverndarlögum sem taka gildi 28. maí 2022 og fela í sér að barnaverndarnefndir leggjast af en í stað þeirra munu koma umdæmisráð.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hvetur til víðtæks samráðs sveitarfélaga um starfsemi umdæmisráðs barnaverndar.

Velferðarráð - 1355. fundur - 14.09.2022

Lögð fram drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð Akureyrarbæjar samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni.

Ráðið veitir starfsmönnum velferðarsviðs umboð til að vinna að framgangi málsins og að undirbúningi og gerð samnings sem enn er ekki fullmótaður.

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

Lögð fram drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 8. desember 2022:

Lögð fram drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á velferðarsviði og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn þegar lokaútgáfa liggur fyrir.