Bæjarráð - fundaáætlun 2022-2026

Málsnúmer 2022060415

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir framlagða fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2023.

Bæjarráð - 3830. fundur - 07.12.2023

Lögð fram tillaga að fundaáætlun bæjarráðs 2024.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fundaáætlun bæjarráðs þar sem gert er ráð fyrir 38 föstum bæjarráðsfundum á árinu 2024 skv. 1. mgr. 28. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Þá er gert ráð fyrir að hægt sé að halda fundi bæjarráðs í sex tilvikum í kringum frídaga og fjármálaráðstefnu ef nauðsyn krefur. Að lokum er lagt til að frá 12. júlí til 5. ágúst liggi fundir bæjarráðs niðri vegna sumarleyfa.