Grænbækur fyrir stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu

Málsnúmer 2022061123

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3774. fundur - 30.06.2022

Erindi dagsett 20. júní 2022 frá Innviðaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um að vinna sé hafin við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og landskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur. Innlegg skal skrá inn á síðu stjórnarráðsins í síðasta lagi 31. júlí n.k. Litið verður á innlegg frá hverju sveitarfélagi fyrir sig sem verðmætan þátt í því að draga fram heildarmynd um stöðu og lykilviðfangsefni sveitarstjórnarstigsins.
Bæjarráð leggur áherslu á að veittur verði frestur á að veita upplýsingar og innlegg til loka september.

Bæjarráð - 3776. fundur - 04.08.2022

Farið yfir drög að svörum Akureyrarbæjar við spurningum innviðaráðuneytisins í tengslum við stefnumótun í sveitarstjórna-, húsnæðis-, og skipulagsmálum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda svörin til innviðaráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 25. nóvember 2022 frá innviðaráðuneytinu þar sem greint er frá því að gænbók í sveitarstjórnarmálum með stöðumati og valkostum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar sé komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að senda inn ábendingar er til 16. desember næstkomandi.