Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun svæðisáætlunar

Málsnúmer 2021101496

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Tekin fyrir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 þar sem talað er um að sveitarstjórn skuli á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf sé á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til SSNE og að vinna við nýja svæðisáætlun eigi að taka mið af nýjum lögum um úrgangsmál.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Tekið fyrir erindi SSNE þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og óskað eftir afstöðu Akureyrarbæjar til eftirfarandi:

a) að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári,

b) að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra,

c) að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni,

d) að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni kjósi þau það.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, fyrir hönd Akureyrarbæjar, erindið eins og það er sett fram en leggur áherslu á markvissa samvinnu við sveitarfélögin þannig að við endurskoðunina nái áætlunin fram að ganga sem slík, en ekki aðeins sem stöðumat líkt og virðist hafa verið raunin með gildandi áætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 126. fundur - 18.10.2022

Drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 kynnt fyrir ráðinu en samkvæmt lögum skulu svæðisáætlanir endurskoðaðar á a.m.k. 6 ára fresti.

Ráðist var í endurskoðun á ætlun í samstarfi við sveitarfélög á Norðurlandi eystra og vestra og hefur Stefán Gíslason hjá Environice unnið að endurskoðun. Á fundinum kynnti hann megináherslur áætlunarinnar sem mun gilda frá 2023-2036.

Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður SSNE og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 129. fundur - 06.12.2022

Farið yfir ábendingar við drög að svæðisáætlun í úrgangsmálum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur embættismönnum að gera athugasemdir við svæðisáætlunina út frá umræðum á fundinum.

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

Tekin fyrir drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 en ráðist var í endurskoðun á áætluninni í samstarfi sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra og vestra og hefur Stefán Gíslason hjá Environice unnið að endurskoðun í samstarfi við SSNE og sveitarfélögin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og forstöðumanni umhverfis- og sorpmála að hefja samtal við önnur sveitarfélög við Eyjafjörð varðandi útfærslur og hugsanlegt samstarf eða samlegðaráhrif vegna nýrra laga er taka gildi um næstkomandi áramót.



Umhverfis- og mannvirkjaráð - 133. fundur - 21.02.2023

Vakin er athygli á að umsagnarfrestur um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi liggur fyrir á vefsíðu Akureyrarbæjar. Umsagnarfrestur rennur út 31. mars 2023.

https://www.akureyri.is/is/auglysingar/svaedisaaetlun-um-medhondlun-urgangs-a-nordurlandi

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 136. fundur - 28.03.2023

Á 133 fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs var tekin fyrir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem lá fyrir á vefsíðu Akureyrarbæjar. Umsagnarfrestur um áætlunina rennur út 31. mars 2023.

https://www.akureyri.is/is/auglysingar/svaedisaaetlun-um-medhondlun-urgangs-a-nordurlandi

Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður SSNE og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera athugasemdir við aðgerðaáætlun miðað við umræður á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lögð fram endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.

Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Liður 12 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lögð fram endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.

Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026 og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3531. fundur - 20.06.2023

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. júní 2023:

Liður 12 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lögð fram endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036. Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja. Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026 og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026 með 11 samhljóða atkvæðum.