Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun svæðisáætlunar

Málsnúmer 2021101496

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 108. fundur - 22.10.2021

Tekin fyrir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 þar sem talað er um að sveitarstjórn skuli á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf sé á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til SSNE og að vinna við nýja svæðisáætlun eigi að taka mið af nýjum lögum um úrgangsmál.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Tekið fyrir erindi SSNE þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og óskað eftir afstöðu Akureyrarbæjar til eftirfarandi:

a) að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári,

b) að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra,

c) að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni,

d) að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni kjósi þau það.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, fyrir hönd Akureyrarbæjar, erindið eins og það er sett fram en leggur áherslu á markvissa samvinnu við sveitarfélögin þannig að við endurskoðunina nái áætlunin fram að ganga sem slík, en ekki aðeins sem stöðumat líkt og virðist hafa verið raunin með gildandi áætlun.