Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 2022120015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

SSNE leitar til sveitarfélaga á starfsvæði SSNE og óskar eftir upplýsingum um almenningssamgöngur, þær leiðir sem nú eru keyrðar og hugmyndum um hvernig hægt er að auka notkun þeirra. Leitast er eftir því við sveitarfélögin að umbeðnar upplýsingar berist til SSNE fyrir 18. janúar næstkomandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umbeðnar upplýsingar í samráði við hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar og framhaldsskólana á starfssvæði SSNE.